Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 74/2013

Nr. 74/2013 14. janúar 2013
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Í stað orðsins „vísindasvið“ í 1. mgr. 8. gr., 1. mgr. 37. gr., 5. mgr. 77. gr. og 3. mgr. 78. gr. kemur, í viðeigandi beygingarfalli: vísinda- og nýsköpunarsvið.

2. gr.

Á eftir 3. mgr. 47. gr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:

Deildum er heimilt að krefjast þess að erlendir umsækjendur um nám, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, sýni fram á kunnáttu sína í ensku, annaðhvort með staðfestu vottorði um niðurstöðu úr TOEFL-prófi (Test of English as a Foreign Language) með lágmarkseinkunninni 79, eða með staðfestu vottorði um niðurstöðu úr IELTS-prófi (International English Language Testing System) með lágmarkseinkuninni 6,5. Vottorð þessa efnis skal þá vera hluti umsóknargagna í hverju tilviki. Geri deildir þessa kröfu skal það koma fram með skýrum hætti í kennsluskrá og í aðgangskröfum viðkomandi námsleiða, sem og í öðru upplýsingaefni um inntökuskilyrði í námið.

3. gr.

Aftan við 1. mgr. töluliðar 4 í 69. gr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:

Deildum er heimilt að krefjast þess að erlendir umsækjendur um nám til meistara- eða doktorsgráðu, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, sýni fram á kunnáttu sína í ensku, annaðhvort með staðfestu vottorði um niðurstöðu úr TOEFL-prófi (Test of English as a Foreign Language) með lágmarkseinkunninni 79, eða með staðfestu vottorði um niðurstöðu úr IELTS-prófi (International English Language Testing System) með lágmarkseinkuninni 6,5. Vottorð þessa efnis skal þá vera hluti umsóknargagna í hverju tilviki. Geri deildir þessa kröfu skal það koma fram með skýrum hætti í kennsluskrá og í aðgangskröfum viðkomandi námsleiða, sem og í öðru upplýsingaefni um inntökuskilyrði í námið.

4. gr.

28. mgr. 84. gr., um meistaranám í hagnýtri þjóðfræði, fellur niður.

5. gr.

Á eftir 6. mgr. 97. gr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:

Diplómanám á meistarastigi í kynfræði er 30 eininga þverfræðilegt nám að loknu bakkalár­prófi. Námið er samstarfsverkefni þriggja deilda háskólans, þ.e. félagsráðgjafardeildar, guðfræði- og trúarbragðafræðideildar og hjúkrunarfræðideildar, í samræmi við sérstakt samkomulag deildanna. Fagleg ábyrgð á náminu er í höndum námsstjórnar en hjúkr­unar­fræðideild hefur umsjón með því.

6. gr.

Fremst í upptalningu kennslugreina til MA-prófs í 1. málslið b-liðar 1. mgr. 109. gr., á undan orðinu „danska“, bætist: Ameríkufræði.

7. gr.

Aftast í upptalningu kennslugreina til B.Ed.-prófs í a-lið 1. mgr. 119. gr., á eftir orðunum „faggreinakennsla í grunnskóla“, bætist: kennslufræði verk- og starfsmenntunar.

8. gr.

2. mgr. 121. gr. orðast svo:

Uppeldis- og menntunarfræðideild er skipað í fjórar námsbrautir, sbr. ákvæði 21. gr. þessara reglna: Námsbraut í menntastjórnun og matsfræði, námsbraut í menntunarfræði og margbreytileika, námsbraut í námi fullorðinna og námsbraut í sálfræði í uppeldis- og mennta­vísindum.

9. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar á grund­velli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 14. janúar 2013.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 29. janúar 2013