Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 462/2008

Nr. 462/2008 5. maí 2008
AUGLÝSING
um breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024, Nesjavallalína 2 og Hellisheiðaræð, Mosfellsbæ.

Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, hefur ráðherra þann 5. maí 2008 staðfest breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024 frá 8. júlí 2003.
Breytingin felst í eftirfarandi:

  1. Gert er ráð fyrir jarðstreng, Nesjavallalínu 2, frá Nesjavallavirkjun að aðveitustöð Landsnets á Geithálsi. Innan Mosfellsbæjar mun jarðstrengurinn liggja á um 11,7 km kafla samsíða Nesjavallavegi og Hafravatnsvegi að aðveitustöð Landsnets á Geithálsi. Jarðstrengurinn mun liggja um svæði sem skilgreint er sem opið óbyggt svæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
  2. Gert er ráð fyrir niðurgrafinni heitavatnslögn, Hellisheiðaræð, frá Hellisheiðar­virkjun að miðlunargeymum á Reynisvatnsheiði, þar sem hún tengist hitaveitukerfi Orkuveitu Reykjavíkur. Hellisheiðaræð mun liggja samsíða Sogslínu 2 á um 7,3 km kafla innan lögsögu Mosfellsbæjar. Lögnin mun liggja á svæði sem skilgreint er sem opið óbyggt svæði og vatnsverndarsvæði (fjarsvæði og grannsvæði vatns­bóls við Fossvallaklif) í aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og Skipulagsstofnun yfirfarið erindið og sent ráðherra til stað­festingar.
Breytingin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 5. maí 2008.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Logi Kjartansson.

B deild - Útgáfud.: 20. maí 2008