Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 599/2012

Nr. 599/2012 26. júní 2012
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 154/2011 um meistara- og doktorsnám á hugvísindasviði Háskóla Íslands.

1. gr.

1. málsliður 1. mgr. 21. gr. orðast svo:

Doktorsnám á hugvísindasviði er 240 einingar í íslensku- og menningardeild en 180 einingar í deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, guðfræði- og trúarbragðafræðideild og sagnfræði- og heimspekideild.

2. gr.

Í stað orðanna „fjórar vikur" í 1. málslið 3. mgr. 28. gr. kemur: tvær vikur.

3. gr.

30. gr. orðast svo:

Doktorspróf frá deildum hugvísindasviðs, að undangegnu doktorsnámi samkvæmt reglum þessum, veitir lærdómstitilinn Philosophiae Doctor (Ph.D.). Skal segja á skírteini hvaða fræðigrein doktorsprófið tilheyrir.

4. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, eru settar með heimild í 3. mgr. 18. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008. Reglurnar taka þegar gildi.

Háskóla Íslands, 26. júní 2012.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 10. júlí 2012