Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 984/2013

Nr. 984/2013 22. október 2013
REGLUGERÐ
um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 584/2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak staðlaðrar tilkynningar og staðfestingar á verðbréfasjóði, notkun rafrænna samskipta milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynninga og verklagsreglur vegna sannprófunar á staðnum og rannsókna sem og upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda.

1. gr.

Reglugerð þessi er sett í samræmi við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2012 frá 28. september 2012 um að bæta við IX. viðauka EES-samningsins (fjármála­þjónusta) reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 584/2010 frá 1. júlí 2010 um fram­kvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak staðlaðrar tilkynningar og staðfestingar á verðbréfasjóði, notkun rafrænna samskipta milli lög­bærra yfirvalda vegna tilkynninga og verklagsreglur vegna sannprófunar á staðnum og rann­sókna sem og upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda.

2. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 584/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak staðlaðrar tilkynningar og staðfestingar á verðbréfasjóði, notkun rafrænna samskipta milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynninga og verklagsreglur vegna sannprófunar á staðnum og rannsókna sem og upplýsingaskipti milli lögbærra yfir­valda. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 56, frá 10. októ­ber 2013, bls. 25.

3. gr.

Ef ósamræmi er á milli íslensks og ensks texta reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 584/2010 skal skýra íslenska textann með hliðsjón af enska textanum.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 64. gr. laga um verð­bréfa­sjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði nr. 128/2011, með síðari breytingum. Reglu­gerð þessi öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 22. október 2013.

F. h. r.

Tómas Brynjólfsson.

Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir.

B deild - Útgáfud.: 6. nóvember 2013