Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 105/2015

Nr. 105/2015 29. janúar 2015
AUGLÝSING
um samþykkt breytinga á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti þann 3. desember 2014 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi:

Laxatunga 125-127, Leirvogstungu. Norðan götu verða einbýlishús ein hæð með möguleika á efri hæð að hluta í stað fullra tveggja hæða, og þeim fækkar um eitt. Sunnan götu koma raðhús í stað tveggja hæða einbýlishúsa, einnar hæðar með möguleika á efri hæð að hluta. Tillaga að breytingunum var auglýst 1. október 2014, engin athugasemd barst.

Helgafellshverfi, 1. áfangi, breytingar á deiliskipulagi sunnan Vefarastrætis. Skipulagssvæði áfangans stækkar um áður óskipulagt svæði sunnan Vefarastrætis vestan Sauðhóls. Á þessu svæði verður lóð fyrir tvö fjölbýlishús, að mestu fjögurra hæða en þriggja hæða að hluta, með allt að 55 íbúðum. Helmingur bílastæða verði í bílakjöllurum. Tillaga að breytingunum var auglýst 9. október 2014, engin athugasemd barst.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 29. janúar 2015,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 2. febrúar 2015