Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 945/2007

Nr. 945/2007 17. október 2007
AUGLÝSING
um takmörkun á innflutningi á möndlum og möndluafurðum frá Bandaríkjunum.

1. gr.

Auglýsing þessi gildir um innflutning á möndlum og möndluafurðum sem upprunnar eru í Bandaríkjunum og ætlaðar eru til manneldis. Auglýsingin gildir ekki um innflutning sem er minna en 5 kg.

2. gr.

Auglýsingunni er ætlað að tryggja að matvæli séu ekki til dreifingar hér á landi sem um getur í 1. gr. og innhalda aflatoxín B1 eða önnur aflatoxín yfir hámarksgildum skv. reglu­gerð nr. 439/2005 um gildistöku tiltekinna gerða Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum.

3. gr.

Óheimilt er að flytja inn til landsins:

- Möndlur með hýði eða afhýddar sem falla undir tollskrárnúmerin 0802.1100 eða 0802.1200.
- Ristaðar möndlur sem falla undir tollskrárnúmerið 2008.1900.
- Blöndu af hnetum og ávöxtum sem innihalda möndlur sem fellur undir tollskrár­númerin 0813.5001 og 0813.5009.

Þrátt fyrir ofangreint ákvæði skal innflutningur heimill ef innflytjandi framvísar rannsóknarvottorði sem viðurkennt er af opinberum aðilum í Bandaríkjunum (USDA) til Umhverfisstofnunar um að varan innihaldi hvorki aflatoxín B1 né önnur aflatoxín yfir hámarksgildum skv. reglugerð nr. 439/2005 um gildistöku tiltekinna gerða Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum. Einnig skal fylgja með heilsuvottorð fyrir innflutning vöru frá þriðju ríkum inn í Evrópska efnahagssvæðið.

4. gr.

Ef vara sem um getur í 3. gr. er á markaði hér á landi við gildistöku auglýsingarinnar er eftirlitsaðila heimilt að gera kröfu um að innflytjandi vörunnar leggi fram rannsóknar­vottorð frá rannsóknastofum samþykkt af opinberu yfirvaldi í Bandríkjunum (USDA) sem sýnir að hún innihaldi ekki aflatoxín yfir hámarksgildum. Geti innflytjandi ekki lagt fram slíkt vottorð skal varan tekin af markaði.

5. gr.

Eftirlit með framkvæmd þessarar auglýsingar skal vera samkvæmt ákvæðum laga 93/1995 um matvæli, sbr. III. ákvæði til bráðabirgða í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.

6. gr.

Um valdsvið og þvingunarúrræði fer að öðru leyti samkvæmt 30. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum, sbr. og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.

7. gr.

Um viðurlög fer samkvæmt 31. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, sbr. og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.

8. gr.

Auglýsing þessi er sett með stoð í 28. gr., sbr. 18. gr. laga um matvæli nr. 93/1995, sbr. lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 með síðari breytingum og með hliðsjón af ákvörðun 2006/504/EB með síðari breytingum í reglugerð 2007/563/EB.

Auglýsingin öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytinu, 17. október 2007.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

B deild - Útgáfud.: 18. október 2007