Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 335/2014

Nr. 335/2014 20. mars 2014
AUGLÝSING
um breytingu á samþykktum fyrir Fjölís nr. 494/1985.

Eftirfarandi breytingar verða á samþykktum fyrir Fjölís nr. 494/1985, með áorðnum breytingum:

1. Grein 2.1. orðast svo:

Sérhvert félag sem umboð hefur til að gera samninga fyrir félagsmenn sína um samþykki og skilyrði fyrir fjölföldun getur sótt um aðild að Fjölís. Rétt til inngöngu í félagið eiga hagsmunasamtök og stofnanir sem réttmætt tilkall eiga til greiðslu fyrir ljósritun vernd­aðra verka sbr. grein 1.1., enda sé um verulega hagsmuni að ræða. Fulltrúaráðs­fundir fjalla um aðildarumsóknir og þarf samþykki 2/3 aðildarfélaga til að öðlast inngöngu. Synjun á aðild má bera undir dómstóla skv. ákvæðum laga um meðferð einkamála, sbr. grein 3.11.

2. Grein 3.3. orðast svo:

Fulltrúaráðið skal koma saman árlega. Skal fundurinn haldinn í aprílmánuði og er hann aðalfundur Fjölís. Á aðalfundi skal taka fyrir:

  1. skýrslu stjórnar,
  2. afgreiðslu endurskoðaðra reikninga,
  3. kosningu formanns fulltrúaráðsins,
  4. tilnefningu stjórnar- og varamanna,
  5. kosningu tveggja endurskoðenda,
  6. önnur mál.

Fulltrúaráðið kemur annars saman þegar stjórnin, endurskoðendur eða a.m.k. þrjú aðildarfélög óska þess.

3. Grein 3.4. orðast svo:

Fulltrúaráðið skal boða til fundar með skriflegu fundarboði með minnst viku fyrirvara. Geta skal dagskrár í fundarboði. Tillögur til aðalfundar skulu berast eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.

4. Á eftir grein 3.10. kemur ný grein, grein 3.11., svohljóðandi:

Ágreining milli aðildarfélaganna eða milli aðildarfélaganna og Fjölís, sem og annan ágrein­ing um starfsemi Fjölís má leggja fyrir héraðsdóm skv. ákvæðum laga um meðferð einkamála.

5. Grein 4.4. orðast svo:

Greiðslur sem fallnar eru í gjalddaga, skal innheimta þegar í stað. Endurgjaldi fyrir afnot skal skipta eins fljótt og unnt er. Eftir að lagt hefur verið til hliðar vegna rekstrar­kostnaðar, skal greiða það sem eftir er þeim aðildarfélögum sem rétt eiga til fjárins í þeim mæli sem félögin eru sammála um skiptinguna. Hafi stjórnin gert samþykkt um skiptingu milli aðildarfélaganna skal ekki inna greiðslur af hendi fyrr en yfirlýsingar hafa verði gefnar um að sátt sé um skiptinguna.

6. Á eftir grein 4.5. kemur ný grein, sem verður grein 4.6., svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði greinar 4.4. er Fjölís þó heimilt, með samþykki meirihluta stjórnar, að úthluta aðildarfélögum 80% endurgjalds að frádregnum rekstrarkostnaði, í áður um­sömdu hlutfalli, þrátt fyrir ágreining, gegn leiðréttingu sem fram skal fara þegar sátt milli aðildarfélaganna liggur fyrir.

7. Númer greinar 4.6. verður 4.7.

8. Kafli 5, Gerðardómur, fellur brott og breytist númer 6. kafla í samræmi við það.

9. Kafli 7, Ákvæði til bráðabirgða, fellur brott.

Með vísun til 15. gr. a höfundalaga nr. 73/1972, með áorðnum breytingum, staðfestast framangreindar breytingar sem samþykktar voru á aðalfundi fulltrúaráðs Fjölís, 6. mars 2014 og öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 20. mars 2014.

Illugi Gunnarsson.

Ásta Magnúsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 7. apríl 2014