Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Leiðréttingar:

Leiðrétt 13. september 2011:
PDF-skjal og HTML-texti: Í stað „nr. 1896/2006“ í 1. gr. komi: nr. 1891/2006.


Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 521/2008

Nr. 521/2008 14. maí 2008

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu nr. 1138/2007.

1. gr.

Við 2. gr. bætist nýr d-liður svohljóðandi:

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1896/2006 frá 18. desember 2006 um fjármögnun til margra ára á aðgerðum Siglingaöryggisstofnunar Evrópu til að bregðast við mengun frá skipum og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1406/2002, sem vísað er til í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 52/2007 frá 8. júní 2007, sem birtist í EES-viðauka 48 bls. 8, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari og verður hluti af henni.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. gr. laga um Siglingastofnun Íslands, nr. 6/1996, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 14. maí 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 3. júní 2008