Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 798/2011

Nr. 798/2011 23. ágúst 2011
REGLUGERÐ
um bann við dragnótaveiðum í fjörðum Vestfjarða.

1. gr.

Skipum sem eru lengri en 20 metrar að mestu lengd er óheimilt að stunda dragnóta­veiðar innan línu sem dregin er frá Blakksnesi 65°38,410´N – 024°19,390´V um Kópanesvita 65°47,684´N – 024°06,597´V í Fjallskagavita 66°00,498´N – 023°48,696´V og frá Barða 66°04,184´N – 023°46,694´V í Sauðanesvita 66°07,078´N – 023°39,409´V.

2. gr.

Frá og með 1. september 2011 eru allar dragnótaveiðar bannaðar á eftirfarandi svæðum:

  1. Hesteyrarfjörður innan línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta: 66°18,817´N – 022°53,633´V og 66°18,618´N – 022°50,126´V. Þrátt fyrir ákvæði 1. ml. eru skipum sem eru styttri en 20 metrar að mestu lengd heimilar veiðar með dragnót inn að línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta: 66°20,694´N – 022°50,540´V og 66°20,522´N – 022°49,550´V frá og með 1. september til 1. apríl.
  2. Veiðileysufjörður innan línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta: 66°19,065´N – 022°45,642´V og 66°17,947´N – 022°42,608´V.
  3. Jökulfirðir innan línu sem dregin er úr Kvíum 66°17,160´N – 022°37,004´V yfir í Höfðabót 66°14,691´N – 022°36,994´V.
  4. Ísafjarðardjúp innan línu sem dregin er úr Æðey 66°05,425´N – 022°39,550´V í Ögurhólma 66°03,358´N – 022°40,590´V. Þrátt fyrir ákvæði 1. ml. eru skipum sem eru styttri en 20 metrar að mestu lengd heimilar veiðar með dragnót inn að línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta: 65°58,372´N – 022°30,384´V og 65°59,030´N – 022°23,876´V frá og með 1. september til 1. apríl.
  5. Önundarfjörður innan línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta: 66°04,350´N – 023°33,960´V og 66°02,531´N – 023°35,479´V. Þrátt fyrir ákvæði 1. ml. eru skipum sem eru styttri en 20 metrar að mestu lengd og ákvæði 1. gr. eru skipum sem eru lengri en 20 metrar að mestu lengd og stundað hafa veiðar með dragnót innan línu sem dregin er frá Blakksnesi 65°38,410´N – 024°19,390´V um Kópanesvita 65°47,684´N – 024°06,597´V í Fjallaskagavita 66°00,498´N – 023°48,696´V og frá Barða 66°04,184´N – 023°46,694´V í Sauðanesvita 66°07,078´N – 023°39,409´V á tímabilinu 1. nóvember 2008 til 31. maí 2011 heimilar veiðar með dragnót inn að línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta: 66°03,440´N – 023°31,610´V og 66°01,900´N – 023°32,800´V frá og með 1. september til 1. apríl.
  6. Dýrafjörður innan línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta: 65°55,000´N – 023°35,867´V og 65°53,760´N – 023°38,186´V. Þrátt fyrir ákvæði 1. ml. eru skipum sem eru styttri en 20 metrar að mestu lengd og ákvæði 1. gr. eru skipum sem eru lengri en 20 metrar að mestu lengd og stundað hafa veiðar með dragnót innan línu sem dregin er frá Blakksnesi 65°38,410´N – 024°19,390´V um Kópanesvita 65°47,684´N – 024°06,597´V í Fjallaskagavita 66°00,498´N – 023°48,696´V og frá Barða 66°04,184´N – 023°46,694´V í Sauðanesvita 66°07,078´N – 023°39,409´V heimilar veiðar á tímabilinu 1. nóvember 2008 til 31. maí 2011 með dragnót inn að línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta: 65°53,770´N – 023°30,978´V og 65°52,937´N – 023°30,978´V frá og með 1. september til 1. apríl.
  7. Arnarfjörður innan línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta: 65°46,173´N – 023°37,810´V og 65°42,761´N – 023°40,623´V. Þrátt fyrir ákvæði 1. ml. eru skipum sem eru styttri en 20 metrar að mestu lengd og ákvæði 1. gr. eru skipum lengri en 20 metrar að mestu lengd og stundað hafa veiðar með dragnót innan línu sem dregin er frá Blakksnesi 65°38,410´N – 024°19,390´V um Kópanesvita 65°47,684´N – 024°06,597´V í Fjallaskagavita 66°00,498´N – 023°48,696´V og frá Barða 66°04,184´N – 023°46,694´V í Sauðanesvita 66°07,078´N – 023°39,409´V á tímabilinu 1. nóvember 2008 til 31. maí 2011 heimilar veiðar með dragnót inn að línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta: 65°46,173´N – 023°37,810´V og 65°42,761´N – 023°40,623´V frá og með 1. september til 1. apríl.
  8. Tálknafjörður og Patreksfjörður innan línu sem dregin er úr Hvalvíkurnesi 65°40,720´N – 024°01,730´V í Tálkna 65°38,850´N – 024°04,810´V og þaðan í Ólafsvita 65°36,465´N – 024°09,606´V. Þrátt fyrir ákvæði 1. ml. eru skipum sem eru styttri en 20 metrar að mestu lengd og ákvæði 1. gr. eru skipum sem eru lengri en 20 metrar að mestu lengd og stundað hafa veiðar með dragnót innan línu sem dregin er frá Blakksnesi 65°38,410´N – 024°19,390´V um Kópanesvita 65°47,684´N – 024°06,597´V í Fjallaskagavita 66°00,498´N – 023°48,696´V og frá Barða 66°04,184´N – 023°46,694´V í Sauðanesvita 66°07,078´N – 023°39,409´V á tímabilinu 1. nóvember 2008 til 31. maí 2011 heimilar veiðar með dragnót inn að línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta: 65°34,738´N – 023°57,611´V og 65°33,573´N – 023°58,096´V frá og með 1. september til 1. apríl.

3. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Frá sama tíma er felldur úr gildi 6. tl. 1. gr. reglugerðar nr. 678/2010 um bann við dragnótaveiðum.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 23. ágúst 2011.

Jón Bjarnason.

Jóhann Guðmundsson.

B deild - Útgáfud.: 24. ágúst 2011