Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 938/2013

Nr. 938/2013 11. október 2013
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um einkaleyfi, nr. 477/2012.

1. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 1. málslið 1. mgr. 18. gr. reglugerðarinnar:

Í stað orðsins „teikningu“ kemur: teikningum.

2. gr.

Í stað orðanna „1., 2. og 3. mgr.“ í 3. mgr. 21. gr. kemur: 1. og 2. mgr.

3. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 2. málslið 1. mgr. 37. gr. reglugerðarinnar:

Í stað orðanna „6. mgr. 5. gr.“ kemur: 8. mgr. 5. gr.

4. gr.

2. málsl. 2. mgr. 96. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Upphafsdagur verndartíma miðast við gildisdag grunneinkaleyfis en lokadagur verndartíma við þann dagafjölda sem vottorð gildir.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. október 2013.

F. h. r.

Valgerður Rún Benediktsdóttir.

Brynhildur Pálmarsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 25. október 2013