Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Leiðréttingar:

Leiðrétt 25. október 2007:
Í upptalningu í 2. gr. gjaldskrárinnar stendur: „5.0 Vogarblöð“ en á að vera: „5.0 Vogarlóð“


Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 935/2007

Nr. 935/2007 1. október 2007

GJALDSKRÁ
fyrir löggildingargjöld á mælitækjum.

1. gr.

Gildissvið.

Gjaldskrá þessi tekur til löggildingargjalds sem prófunarstofa sem annast löggildingu mælitækja í umboði Neytendastofu, sbr. reglugerð nr. 956/2007, skal innheimta af eigendum mælitækis þegar innheimt er greiðsla fyrir veitta þjónustu við mælitækið og löggilding fer fram.

2. gr.

Löggildingargjald.

Við löggildingu mælitækis skal greiða löggildingargjald til Neytendastofu sem prófunar­stofa innheimtir samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá:

25% af innheimtu gjaldi fyrir veitta þjónustu af eftirfarandi mælitækjum:

1.0 Mælitæki fyrir vökva aðra en vatn

1.1 Eldsneytismælir
1.2 Mjólkurmælir
2.0 Vogir
2.1 Ósjálfvirkar vogir
2.2 Sjálfvirkar vogir
3.0 Gjaldmælar leigubifreiða
4.0 Mæliáhöld fyrir lengd og rúmmál
4.1 Vínmál
4.2 Stikur
5.0 Vogarblöð

3. gr.

Framkvæmd álagningar, innheimta og skýrslur.

Löggildingargjald skal prófunarstofa, sem veitir þjónustu og annast framkvæmd eftirlits með mælitækjum í notkun í umboði Neytendastofu, innheimta þegar eftirlit fer fram með löggildingu mælitækis.

Prófunarstofa sem annast innheimtu löggildingargjalds skal ótilkvödd skila mánaðarlegri skýrslu á gjalddaga um innheimt gjöld á því formi sem Neytendastofa áskilur.

Uppgjörstímabil löggildingargjalds er mánuður og gjalddagi er fyrsti dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.

Að öðru leyti gilda um gjalddaga, dráttarvexti og skýrslur ákvæði 34. gr. laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.

4. gr.

Gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett með stoð í 31. gr. laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og öðlast hún þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 1. október 2007.

Björgvin G. Sigurðsson.

Jónína S. Lárusdóttir.


B deild - Útgáfud.: 15. október 2007