Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 994/2007

Nr. 994/2007 30. október 2007
REGLUGERÐ
um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1287/2006 frá 10. ágúst 2006 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB að því er varðar skyldur fjármálafyrirtækja varðandi skýrsluhald, tilkynningar um viðskipti, gagnsæi á markaði, töku fjármálagerninga til viðskipta og hugtök sem eru skilgreind að því er varðar þá tilskipun.

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2007 frá 27. apríl 2007 gildir eftirtalin EB-gerð hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af IX. viðauka við EES-samninginn um fjármálaþjónustu, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 1287/2006 frá 10. ágúst 2006 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB að því er varðar skyldur fjármála­fyrirtækja varðandi skýrsluhald, tilkynningar um viðskipti, gagnsæi á markaði, töku fjármála­gerninga til viðskipta og hugtök sem eru skilgreind að því er varðar þá tilskipun.

2. gr.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og EB-gerðin eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB og jafnframt sem fylgiskjöl með reglugerð þessari.

3. gr.

Ef ósamræmi er á milli íslensks og ensks texta reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 1287/2006 skal skýra íslenska textann með hliðsjón af enska textanum.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 2., 26., 31. og 38. gr. laga nr. 108/2007, um verð­bréfaviðskipti, og 40. gr. laga nr. 110/2007, um kauphallir, og öðlast gildi 1. nóvember 2007.

Viðskiptaráðuneytinu, 30. október 2007.

Björgvin G. Sigurðsson.

Jónína S. Lárusdóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 31. október 2007