Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1/2014

Nr. 1/2014 27. maí 2014
AUGLÝSING
um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna.

Hinn 23. júlí 2013 var ráði Evrópusambandsins tilkynnt um samþykki Íslands á reglugerð ráðsins nr. 604/2013 frá 26. júní 2013, um að koma á viðmiðunum og fyrirkomulagi við að ákvarða hvaða aðildarríki beri ábyrgð á meðferð umsóknar um alþjóðlega vernd sem ríkisborgari þriðja lands eða ríkisfangslaus einstaklingur leggur fram í einu aðildar­ríkjanna, sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og lýðveldið Ísland og konungsríkið Noregur gerðu með sér 18. maí 1999 um þátttöku hinna síðar­nefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnar­tíðinda nr. 21/2000 þar sem samningurinn er birtur. Breytingin öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 24. maí 2014.

Reglugerðin er birt sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

Utanríkisráðuneytinu, 27. maí 2014.

Gunnar Bragi Sveinsson.

Einar Gunnarsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

C deild - Útgáfud.: 30. maí 2014