Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 841/2013

Nr. 841/2013 20. september 2013
REGLUGERÐ
um (6.) breytingu á reglugerð nr. 327/2013, um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2013.

1. gr.

Við reglugerðina kemur nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Hverju skipi sem hefur leyfi Fiskistofu til makrílveiða með línu eða handfærum, er heimilt að veiða til og með 30. september 2013 þrátt fyrir að hámarksafla skv. 1. tl. 2. gr. hafi verið náð. Fiskistofa sér um framkvæmd þessa ákvæðis.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. september 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Ásta Einarsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 20. september 2013