Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 751/2011

Nr. 751/2011 25. júlí 2011
GJALDSKRÁ
fyrir útgáfu framkvæmdaleyfa í Svalbarðsstrandarhreppi.

1. gr.

Framkvæmdaleyfisgjald.

Fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn ákveða gjald eftir umfangi framkvæmdar. Lágmarksgjald skal vera kr. 33.000. Fjárhæð gjaldsins skal ekki vera hærri en sem nemur kostnaði við undirbúning og lögbundið eftirlit með viðkomandi framkvæmd.

Þegar álit Skipulagsstofnunar skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum með síðari breytingum er nauðsynlegt vegna framkvæmdar, telst kostnaður sveitarfélagsins vegna þess hluti af kostnaði við undirbúning leyfis. Tímagjald starfsmanns vegna undirbúnings og útgáfu framkvæmdaleyfis er kr. 8.450.

Þurfi að mati sveitarstjórnar að leita utanaðkomandi ráðgjafar við afgreiðslu leyfis telst kostnaður af ráðgjöf til kostnaðar við útgáfu leyfisins.

2. gr.

Gjald fyrir skipulagsvinnu.

Sé þörf á að vinna skipulagsáætlun, gera breytingu á skipulagsáætlun vegna leyfisskyldra framkvæmda eða grenndarkynna byggingarleyfisumsókn er tekið gjald miðað við umfang verkefnisins, auk kostnaðar sem til fellur vegna vinnu skipulagsráðgjafa að skipulagsáætlun samkvæmt útgefnum reikningum. Tímagjald fyrir vinnu starfsmanna er kr. 8.450.

3. gr.

Gjalddagi.

Gjöld samkvæmt ofansögðu falla í gjalddaga við útgáfu leyfis. Þó er heimilt að semja um greiðslu gjalda sem eru hærri en tvöfalt lágmarksgjald skv. 1. mgr. 1. gr.

4. gr.

Gjaldtökuheimild og breytingar á fjárhæð gjalda.

Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gjöld miðast við byggingarvísitölu í júlí 2011 skv. grunni frá 2010 (109,9 stig) og uppreiknast 1. janúar ár hvert til samræmis við breytingar á henni.

Samþykkt á 18. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, þann 12. júlí 2011.

Svalbarðseyri, 25. júlí 2011.

Jón Hrói Finnsson,
sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps.

B deild - Útgáfud.: 25. júlí 2011