Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1110/2007

Nr. 1110/2007 2. nóvember 2007
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um eignaskiptayfirlýsingar, útreikning hlutfallstalna o.fl. í fjöleignarhúsum, nr. 910/2000.

1. gr.

Á eftir 24. gr. kemur ný grein sem verður 24. gr. a. svohljóðandi með fyrirsögn:

Sérákvæði um hesthús.

24. gr. a.

Hlutfallstölur í sameign allra skal reikna sem hlutfall hestafjölda sem skráður er í við­komandi séreign af heildarhestafjölda sem skráður er í hesthúsi samkvæmt skráningar­töflu, sbr. 16. gr. Um bása og stíustærðir í hesthúsi fer samkvæmt reglugerð um aðbúnað, umhirðu og heilbrigðiseftirlit hrossa, nr. 160/2006.

Ef um sameign sumra er að ræða sem ekki er stía eða bás skal umreikna hana í bása­fjölda. Deila skal með tölunni fjórum í nettófermetrastærð sameignar sumra. Þannig fæst hve margra hesta stíu sameign sumra samsvarar. Hlutdeild sameignar sumra í hesthúsi skal reikna sem hlutfall þannig reiknaðs hestafjölda af heildarhestafjölda hússins að umreiknaðri sameign sumra meðtalinni. Hlutfallstölur í sameign sumra reiknast sem hlutfall skráðs fjölda hesta í viðkomandi séreign af skráðum heildarfjölda hesta þeirra séreigna sem sameign sumra tilheyrir.

Hlutfallstölur í sameign allra skal reikna sem hlutfall hestafjölda sem skráður er í við­komandi séreign af heildarhestafjölda sem skráður er í hesthúsi að viðlögðum umreikn­uðum hestafjölda sameignar sumra. Hlutdeild séreignar í sameign allra skal hækka um sem nemur hlutdeild hennar í sameign sumra.

Ef um séreign er að ræða sem ekki er bás eða stía skal fara með hana í útreikningi eins og sameign sumra.

Hlutfallstölur kostnaðar af heitu og köldu vatni og rafmagnskostnaðar skulu vera þær sömu og fyrir sameign allra og sameign sumra þegar við á.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 2. nóvember 2007.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Sesselja Árnadóttir.

B deild - Útgáfud.: 23. nóvember 2007