1. gr. Samstarfsaðilar og starfssvæði. Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur starfrækja sameiginlega byggingarnefnd skv. heimild í 7. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki. Starfssvæði byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis er það svæði sem til aðildarsveitarfélaganna heyrir. 2. gr. Skipan byggingarnefndar. Byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis skal skipuð fimm fulltrúum. Eyjafjarðarsveit tilnefnir tvo aðalmenn og tvo varamenn og Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur tilnefna einn aðalmann hvert sveitarfélag og jafn marga varamenn. Kjörtímabil nefndarinnar er hið sama og kjörtímabil sveitarstjórna. Byggingarnefndin skal skipta með sér verkum á fyrsta fundi kjörtímabils. 3. gr. Hlutverk byggingarnefndar. Byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis starfar skv. lögum nr. 160/2010 um mannvirki og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarnefnd fjallar um umsóknir um byggingarleyfi áður en byggingarleyfi er gefið út og hefur eftirlit með stjórnsýslu byggingarfulltrúa fyrir hönd hlutaðeigandi sveitarstjórna. Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis er að byggingarnefnd hafi veitt henni samþykki sitt. 4. gr. Gildistaka. Samþykkt þessi sem hlotið hefur afgreiðslu sveitarstjórna Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps, er sett í samræmi við 7. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki og staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi. Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 17. apríl 2013. F. h. r. Steinunn Fjóla Sigurðardóttir. Hafsteinn Pálsson. |