Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 772/2006

Nr. 772/2006 31. júlí 2006
GJALDSKRÁ
fyrir Stykkishólmshöfn.

I. KAFLI

Gildissvið.

1. gr.

Gjaldskrá þessi fyrir Stykkishólmshöfn er sett skv. heimild í 17. grein hafnalaga nr. 61/2003, sbr. bráðabirgðaákvæði nr. 1.

II. KAFLI

Um hafnargjöld.

2. gr.

Við ákvörðun hafnargjalda samkvæmt stærð skipa skal miða við brúttótonnatölu skipa samkvæmt alþjóðlegu mælibréfi, sem gefið er út í samræmi við alþjóðasamþykkt um mælingu skipa frá 1969.

3. gr.

Af öllum skipum skal greiða hafnargjöld til hafnarsjóðs ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar.

Lestargjöld.

4. gr.

Af öllum skipum skal greiða lestargjald, kr. 8,50 á mælieiningu skv. 2. gr. Af innlendum fiskiskipum þó ekki oftar en tvisvar í mánuði.

Bryggjugjöld.

5. gr.

Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða kr. 4,10 á mæli­einingu skv. 2. gr. fyrir hverja byrjaða 24 tíma sem skipið liggur bundið. Fiskiskip greiða þetta gjald eigi oftar en 13 sinnum í mánuði.

Heimilt er að taka lestar- og bryggjugjald af fiskiskipum og minni bátum, sem mánaðar­gjald, kr. 48,40 á mælieiningu, en þó aldrei lægra en kr. 6.150 á mánuði. Bátar minni en 20 BT greiði þó aldrei lægra en kr. 4.000 á mánuði. Geymsla annarra báta en áður eru taldir kr. 2.500 pr. mán. Daggjald fyrir gestabát er kr. 1.200 pr. dag en kr. 1.000 fyrir sjö daga eða lengur.

Legugjald vegna kvíaleigu við básabryggju er innheimt á ársgrundvelli, fyrirfram.

a) Legugjald kr. 64.750 ársgjald.

Vörugjöld.

6. gr.

Vörugjald skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða úr landi á skipsfjöl, eða úr einu skipi í annað, innan takmarka hafnarinnar, þó með þeim undan­tekningum er síðar getur.

7. gr.

Fyrir vörur sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til annarrar hafnar, innlendrar eða erlendrar, en eru látnar á land um stundarsakir, skal aðeins greitt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land.

Undanþegnar þessu gjaldi eru vörur sem látnar eru á land um stundarsakir vegna skemmda á skipi.

8. gr.

Af vörum sem fluttar eru á skip og fara eiga til annarra hafna innanlands greiðist hálft vöru­gjald.

Af vörum sem fara eiga til útlanda en umskipað er í innlendri höfn skal greiða fullt vöru­gjald í fyrstu lestunarhöfn.

9. gr.

Þessar vörur eru algjörlega undanþegnar vörugjaldi:

a) Umbúðir sem endursendar eru.
b) Olía, vistir og aðrar nauðsynjar skipa til eigin notkunar.
c) Almennar póstsendingar og farangur ferðamanna.
d) Úrgangur sem fluttur er til eyðingar.

10. gr.

Vörugjald skal reikna eftir þyngd eða verðmæti, með umbúðum og af hverri sendingu sérstaklega.

Fara skal eftir farmskrá skipa við útreikning vörugjalds. Skipstjóra eða afgreiðslumanni skips er skylt að láta gjaldkera hafnarinnar í té afrit af farmskrá.

Sé engri farmskrá til að dreifa skal skipstjóri gefa drengskaparvottorð um vörumagn sem fermt hefur verið eða affermt úr skipi hans. Þyki hafnarstjóra ástæða til getur hann hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt sem hann telur hentugast. Reynist vörumagnið vera meira en upp er gefið greiðir farmeigandi kostnaðinn.

Séu fleiri en ein vörutegund í sendingu ósundurliðað skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund sem hæst gjald skal greiða af.

11. gr.

Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og þar segir:

Vörugjaldskrá.

1. fl.:

Gjald kr. 185 fyrir hvert tonn:

 

Bensín, brennsluolíur, kol, laust korn, salt, vikur, þörungamjöl, sement, áburður og úrgangur sem fluttur er til endurvinnslu.

2. fl.:

Gjald kr. 227 fyrir hvert tonn:

 

Lýsi og fiskimjöl.

3. fl.:

Gjald kr. 385 fyrir hvert tonn:

 

a)

Þungavarningur, svo sem sekkjavörur, óunnið járn og stál, útgerðar­vörur, smurningsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir, hráefni til iðnaðar og byggingaframkvæmda.

 

b)

Pökkuð og niðursoðin matvæli, óáfengar drykkjarvörur og ávextir.

 

c)

Vörur sem ekki verða flokkaðar annars staðar eftir þyngd.

4. fl.:

Gjald 1,60%.

 

Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutn­ings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af heildar­verðmæti aflans.

 

Gjald af frystum afla frystitogara og eldisfiski reiknast af helmingi heildar­verðmætis.

 

Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd og gjald af gámafiski reiknast af áætluðu heildarverði.

 

Kaupanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um keyptan afla mánaðar­lega, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Kaupandi aflans innheimtir gjaldið hjá seljanda og er ábyrgur fyrir því til hafnarsjóðs þótt hann vanræki innheimtu þess.

 

Standa ber skil á greiðslu aflagjalds eigi sjaldnar en mánaðarlega.

 

Hámarksgjald samkvæmt lið þessum er 3.470 kr. fyrir hvert tonn.

 

Lágmarksgjald í öllum flokkum er kr. 126.

Sorpeyðing.

12. gr.

Gjald fyrir sorpeyðingu reiknast miðað við brúttótonnatölu skipa og báta og er eftir­farandi:

0-20 brt.

kr.

1.000

pr. mánuð

21-50 brt.

kr.

1.700

pr. mánuð

51-100 brt.

kr.

2.650

pr. mánuð

101-200 brt.

kr.

3.500

pr. mánuð

201 brt. og yfir

kr.

5.500

pr. mánuð

Sorphirðugjald pr. móttöku

kr.

3.900.

 

Ferjur greiða eftir umfangi sorps skv. taxta þess aðila sem Stykkishólmsbær hefur samning við um sorphirðu á hverjum tíma.

Vatnssala.

13. gr.

Gjald fyrir vatn afgreitt frá bryggju er miðað við brúttótonnatölu skipa og báta eða inn­heimt skv. mæli og er eftirfarandi:

Samkvæmt mæli

kr.

160

pr. tonn

0-20 brt.

kr.

1.100

pr. mánuð

21-50 brt.

kr.

2.750

pr. mánuð

51-100 brt.

kr.

5.500

pr. mánuð

101-200 brt.

kr.

11.000

pr. mánuð

Afgreiðslugjald að degi

kr.

2.400

 

Afgreiðslugjald að nóttu

kr.

4.800

 

Vigtargjald.

14. gr.

Almenn vigtun kr. 190 fyrir hvert byrjað tonn. Lágmarksgjald fyrir einstaka vigtun kr. 350. Útkall vigtarmanns kr. 9.600. Yfirvinna vigtarmanns kr. 2.400 pr./klst. Yfirvinnugjald vegna vigtunar greiðist þegar vigtað er eftir kl. 19.00 mánudaga til föstudaga og á alla vigtun um helgar.

Hafnsögu- og festargjöld.

15. gr.

Hafnsögugjöld skulu greidd samkvæmt eftirfarandi:

a)

Hafnsögugjald

kr.

4 á mælieiningu

b)

Hafnsögugjald, fastagjald

kr.

3.200

c)

Skipstjóri hafnsögubáts

kr.

2.400

d)

Hafnsögubátur

kr.

21.000

e)

Festargjald við komu

kr.

5.250

f)

Festargjald við brottför

kr.

5.250

Raforkusala.

16. gr.

Raforkusala er innheimt skv. mæli 8,68 kr./kw.stund. Lágmarksgjald miðast við 300 kwst. kr. 2.604.

Kranagjald.

17. gr.

Kranagjald skal greitt samkvæmt eftirfarandi:

a)

Kranagjald smábáta

500 kr. fyrir hvert byrjað tonn

b)

Kranagjald grásleppubáta

4.800 kr. pr. mánuð

Hafnarverndargjald.

18. gr.

Gjald vegna hafnarverndar er eftirfarandi:

Fastagjald

kr.

21.000

Öryggisgæsla:

  

a)

Dagvinna pr. klst.

kr.

2.400

b)

Næturvinna pr. klst.

kr.

4.800

Farþegagjald.

19. gr.

Heimilt er einstökum höfnum að taka farþegagjald við komu og brottför fyrir hvern fullorðinn farþega og hálft gjald fyrir hvert barn sem fer um höfnina aðra en farþega ferja og flóabáta sem njóta styrks samkvæmt vegalögum. Hafnarstjórn ákveður gjöld fyrir aðra þjónustu hafnarinnar samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum. Farþegagjald skemmtibáta skal vera kr. 60 fyrir fullorðinn og kr. 60 fyrir börn 12-16 ára.

III. KAFLI

Um innheimtu og greiðslu hafnargjalda.

20. gr.

Hafnarstjóri sér um innheimtu allra hafnargjalda og skal greiða gjöldin á skrifstofu hafnarinnar. Þjónustugjöld í greinum 12 og 13 eru tekin að fullu ef þjónustudagar eru 10 eða fleiri í mánuði, undir 10 dögum hálft mánaðargjald. Á öll gjöld í gjaldskrá þessari leggst 24,5% vsk. að undanskilinni 19. gr.

Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er heimilt að reikna hæstu lögleyfðu dráttarvexti á skuldina skv. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.

21. gr.

Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til Stykkishólmshafnar vegna skipsins. Er skipstjóra skylt að afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og skrásetningarskírteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess, og hefur hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinunum uns gjöld eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda áfallinna gjalda.

Áfallin gjöld skal greiða áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra, nema hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín til hafnarinnar.

22. gr.

Vörugjald greiðir móttakandi af vörum sem koma til hafnarinnar og sendandi af vörum sem fluttar eru úr höfninni. Ef margir eiga vörur sem fluttar eru með sama skipi skal afgreiðslumaður skipsins standa hafnarsjóði skil á greiðslum. Ef skip hefur ekki farm sinn skráðan ber skipstjóri ábyrgð á greiðslu vörugjaldsins.

Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir.

Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið sem vörurnar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar á skip. Skipstjóra og afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt.

23. gr.

Öll gjöld samkvæmt þessari gjaldskrá má taka fjárnámi. Skipagjöldin eru tryggð með lögveði í skipinu og gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðskuldum sbr. ákvæði 7. gr. hafnalaga.

IV. KAFLI

Gildistaka.

24. gr.

Gjaldskrá þessi fyrir Stykkishólmshöfn er samþykkt af hafnarstjórn 19. maí og 18. júlí 2006 og bæjarráði 22. júní og 22. júlí 2006 skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004.

Gjaldskráin öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi eldri gjaldskrá fyrir Stykkishólmshöfn.

Stykkishólmi, 31. júlí 2006.

Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri.

B deild - Útgáfud.: 12. september 2006