Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1018/2013

Nr. 1018/2013 14. nóvember 2013
AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Leirvogstungu 22, Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur þann 29. ágúst 2013 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu varðandi lóðina Leirvogstungu 22. Tillagan var grenndarkynnt 1. júlí til 31. júlí 2013 og bárust ekki athugasemdir.
Breytingar felast í breyttri lögun aðalbyggingarreits, nýjum byggingarreit fyrir bílskúr á neðri hæð og færslu bílastæða. Núverandi bílskúr, sem er utan byggingarreits, verði fjarlægður en að öðru leyti geti núverandi hús staðið áfram.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem lög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 14. nóvember 2013,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 18. nóvember 2013