Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 277/2011

Nr. 277/2011 18. mars 2011
AUGLÝSING
um bann við innflutningi á samlokum (bivalve molluscs) sem eru upprunnar frá Perú eða eru fluttar út þaðan.

1. gr.

Auglýsing þessi gildir um innflutning á samlokum sem eru upprunnar frá Perú eða eru fluttar þaðan og ætlaðar eru til manneldis. Um skilgreiningu á samloku fer skv. tölulið 2.1. í viðauka I í reglugerð (EB) nr. 853/2004, sbr. reglugerð nr. 104/2010.

2. gr.

Bannað er að flytja til landsins samlokur skv. 1. gr.

3. gr.

Þrátt fyrir bann skv. 2. gr. er heimilt að flytja inn eftirfarandi afurðir:

(a)

hreinsaðir diskar (Pectinidae), sem fiskeldisafurð, þar sem innyfli hafa verið fjar­lægð;

(b)

samlokur sem hafa verið hitameðhöndlaðar í samræmi við tölulið A.5(b) í kafla II, þætti VII í viðauka III í reglugerð (EB) nr. 853/2004, sbr. reglugerð nr. 104/2010.

4. gr.

Allur kostnaður við eftirlit, rannsóknir og förgun samkvæmt auglýsingu þessari skal greiddur af innflutnings- og dreifingaraðilum eftir því sem við á.

5. gr.

Innflutnings- eða dreifingaraðilar sem flytja inn eða dreifa vörum sem auglýsing þessi tekur til, skulu senda Matvælastofnun tilkynningu og gögn um fyrirhugaðan innflutning ásamt upplýsingum um áætlaðan komutíma.

6. gr.

Matvælastofnun hefur eftirlit samkvæmt 6. gr. laga nr. 93/1995, með því að ákvæðum þessarar auglýsingar sé fylgt.

7. gr.

Um valdsvið, þvingunarúrræði og viðurlög fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 93/1995 um matvæli og ákvæðum laga nr. 55/1998 um sjávarafurðir.

8. gr.

Auglýsing þessi er sett með stoð í 27. gr. b., 28. og 29. gr., sbr. 31. gr. a. laga nr. 93/1995, um matvæli og 5. gr. og 24. gr. laga nr. 55/1998, um sjávarafurðir og með hliðsjón af ákvörðunum 2008/866/EB, 2009/297/EB, 2009/862/EB og 2010/641/EB.

Auglýsingin öðlast gildi við birtingu.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 18. mars 2011.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

B deild - Útgáfud.: 21. mars 2011