Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 317/2014

Nr. 317/2014 17. mars 2014
REGLUR
um breytingu á reglum um inntöku nýnema í hagfræðideild Háskóla Íslands, nr. 188/2012.

1. gr.

Á eftir 6. gr. bætist við ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða.

Á meðan inntökuprófi er ekki almennt beitt í Háskóla Íslands við val á nemendum í grunn­nám, er hagfræðideild eftir atvikum heimilt að halda annað slíkt próf í ágúst ár hvert.

2. gr.

Reglur þessar hefur háskólaráð sett á grundvelli tillögu félagsvísindasviðs f.h. hag­fræði­deildar, með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. 3. mgr. 47. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 17. mars 2014.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 2. apríl 2014