Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 707/2014

Nr. 707/2014 10. júlí 2014
REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 882/2010 um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka III við reglugerðina:

 1. 1. mgr. 1. tölul. um grísi orðast svo:
  Ung svín, geltir, sem vanaðir hafa verið innan þriggja mánaða aldurs eða bólusettir gegn galtarlykt og gyltur sem ekki hafa gotið.
 2. 3. tölul. um gelti orðast svo:
  Geltir á öllum aldri, sem hvorki hafa verið vanaðir innan þriggja mánaða aldurs né verið bólusettir gegn galtarlykt eða bólusetning hefur mistekist.
  Geltir aðgreinast í 2 flokka:
  GÖLTUR I: Skrokkar af ógeltum grísum sem ekki hafa verið bólusettir gegn galtarlykt eða bólusetning hefur mistekist.
  GÖLTUR II: Skrokkar af öðrum göltum.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 10. júlí 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Ása Þórhildur Þórðardóttir.

B deild - Útgáfud.: 24. júlí 2014