Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 465/2010

Nr. 465/2010 14. maí 2010
AUGLÝSING
um deiliskipulag og breytingar á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur í samræmi við 25. og 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 samþykkt eftirtaldar deiliskipulagsáætlanir og breytingar á deiliskipulagi:

Við Skarhólabraut, lóð slökkvi- og lögreglustöðvar. Nýtt deiliskipulag.
Lóðin er norðan Skarhólabrautar, næst Vesturlandsvegi, um 16.700 m² að stærð, með tvær tengingar við Skarhólabraut. Meginbygging verður tveggja hæða, staðsett norðantil á lóðinni, með aðstöðu slökkviliðs í austurenda og fyrir miðju en lögreglustöð í vesturenda. Bílastæði og athafnasvæði verða sunnan hússins. Austast á lóðinni er gert ráð fyrir tækjageymslu í stakri byggingu. Hámarksnýtingarhlutfall er 0,4. Samþykkt skv. 25. gr., 7. apríl 2010.

Skarhólabraut, breytingar á deiliskipulagi frá 2008.
Breytingarnar tengjast áformum um slökkvi- og lögreglustöð við Skarhólabraut og felast einkum í fjölgun akreina á kafla vestast og tveimur nýjum tengingum við götuna. Samþykkt skv. 1. mgr. 26. gr., 10. mars 2010.

Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir og breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 14. maí 2010,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 31. maí 2010