1. gr. Óheimilt er að flytja til slátrunar á Hornafirði fullorðið fé af svæðum norðan Hamarsár. Sama gildir um fullorðið fé úr varnarhólfum vestan Þjórsár. Óheimilt er að flytja til slátrunar á Kópaskeri fullorðið fé af svæðum vestan Jökulsár á Fjöllum. Sama gildir um sláturfé úr Jökulsárhlíð, Jökuldal og svæðum sunnan Jökulsár á Brú.
2. gr. Með brot gegn auglýsingu þessari skal farið skv. 30. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum. 3. gr. Auglýsing þessi er birt samkvæmt heimild í lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim ásamt síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi auglýsing nr. 620/2008 um takmarkanir við flutningi sláturfjár innan og milli sauðfjárveikivarnarsvæða. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. desember 2014. | F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, | Ólafur Friðriksson. |
Rebekka Hilmarsdóttir. |