Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 866/2008

Nr. 866/2008 10. september 2008
AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi Krikahverfis, Mosfellsbæ.

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur þann 17. júlí 2008 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt breytingu á deiliskipulagi Krikahverfis. Breytingin varðar skólalóð við Sunnukrika, en með henni er breytt aðkomu og bílastæðum, lóð stækkuð til norðausturs og byggingarreit og húshæð breytt, þannig að meginhluti húss verður tvær hæðir í stað einnar áður.
Deiliskipulagsbreyting þessi hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 10. september 2008,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 11. september 2008