Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 54/2012

Nr. 54/2012 10. janúar 2012
REGLUR
fangelsa.

1. gr.

Vinna og nám.

Eftir að fangi hefur afplánun skal hann starfa að þeim verkefnum sem honum eru falin, enda sé hann talinn vinnufær að mati læknis og að því tilskildu að verkefni séu fyrir hendi í fangelsinu. Vinnuskylda er alla virka daga nema laugardaga. Reglulegt nám getur komið í stað vinnu.

2. gr.

Framkoma fanga.

Fanga ber að koma kurteislega fram við starfsfólk fangelsisins og hlýða fyrirmælum þess. Fanga er óheimilt að hindra fangaverði eða aðra starfsmenn í að gegna skyldustörfum sínum. Einnig er óheimilt að sýna fólki sem á lögmæt erindi í fangelsið áreiti, ókurteisi eða ofbeldi. Telji fangi sig beittan órétti, getur hann kært það til forstöðumanns fangelsis.

Fanga ber að sýna tillitssemi og kurteisi í umgengni við samfanga sína. Telji fangi sig órétti beittan af samfanga, getur hann kært það til varðstjóra.

Fangi skal ekki hvetja samfanga sína til mótþróa við starfsfólk fangelsisins né til þess að brjóta gegn settum reglum.

Fangi skal aldrei beita samfanga eða starfsfólk fangelsisins ofbeldi.

3. gr.

Umgengni.

Fanga ber að halda klefa sínum hreinum og snyrtilegum. Rúmföt skulu vera í þar til gerðri geymslu þegar þau eru ekki í notkun. Hið sama gildir um skó og fatnað. Óheimilt er að hengja myndir, blöð eða aðra muni annars staðar en á þar til gerða töflu í klefanum. Fangi skal ganga snyrtilega um húsnæði og lóð fangelsisins og gæta þess að valda ekki tjóni á eigum þess. Á hverri deild fangelsisins skulu fangar annast sameiginleg þrif og ræstingar sameiginlegs húsnæðis og sjá um að í eldhúsi, matsal og setustofu deildarinnar sé ávallt allt í röð og reglu.

4. gr.

Reykingar.

Reykingar eru bannaðar í öllu húsnæði fangelsisins sem fangar ganga um sameiginlega, en eru leyfðar inni á klefum fyrir luktum dyrum.

5. gr.

Búnaður.

Fanga er óheimilt að hindra, breyta eða trufla starfsemi búnaðar í fangelsinu, svo sem myndavéla, hljóð- og kallkerfa, loftræstikerfa og annarra lagnakerfa.

6. gr.

Hávaði.

Fanga ber að takmarka hávaða frá útvarpi, sjónvarpi eða öðrum hljómtækjum eins og mögulegt er. (Æskilegt er að nota heyrnartól.)

7. gr.

Símanotkun.

Við notkun á síma í fangelsinu skal fangi viðhafa almenna kurteisi. Hvers konar misnotkun á síma er óheimil. Með misnotkun er meðal annars átt við að fangi noti síma í þeim tilgangi að ógna eða hóta einstaklingum líkamsmeiðingum eða skemmdum á eigum eða hafi í frammi orðalag sem er til þess fallið að hræða viðkomandi.

8. gr.

Vímuefni, lyf, ólöglegir munir o.fl.

Fanga er óheimilt að afla sér, veita viðtöku eða aðstoða aðra fanga við að komast yfir hvaðeina sem bannað er að nota í fangelsinu svo sem fíkniefni, áfengi, síma og önnur fjarskiptatæki, áhöld, verkfæri og lyf, önnur en þau sem ávísað er af fangelsislæknum og taka ber á lyfjatíma. Söfnun lyfja er óheimil þ.e. lyf sem ætluð eru til inntöku á tilsettum lyfjatímum er óheimilt að geyma til inntöku síðar.

Fanga er bannað að hafa í vörslu sinni hvers kyns muni sem raskað geta ró, reglu eða öryggi í fangelsi.

Fanga er óheimilt að klæðast fatnaði sem raskað getur ró, reglu eða öryggi í fangelsi.

Fanga er bannað að hafa í vörslu sinni efni sem inniheldur barnaklám, kynferðisathafnir er tengjast ofbeldi eða tilburði til slíks með mönnum eða dýrum, hvers kyns klámmyndir og annað efni er sýnir afbrigðilegt kynlíf.

Óheimilt er að færa inn á fangaklefa nokkuð það sem tilheyrir sameiginlegum vistarverum fanga, svo sem úr setustofu eða matsal.

9. gr.

Strok.

Fanga er óheimilt að fara burt af fangelsissvæðinu nema að fengnu leyfi fangelsisyfirvalda eða í fylgd fangavarða. Reyni fangi að dyljast innan fangelsissvæðisins á hann á hættu að vera beittur agaviðurlögum sem um strok væri að ræða.

10. gr.

Tjón á lausafé og fasteignum ríkisins.

Fangi er ábyrgur fyrir því tjóni sem hann veldur á lausafé og fasteignum ríkisins og verður haldið eftir af þóknun hans eða dagpeningum til greiðslu skaðabóta.

11. gr.

Reglur.

Fangi skal í einu og öllu fara að settum lögum um fullnustu refsinga og reglugerðum settum samkvæmt þeim, svo og öðrum reglum sem kunna að verða settar af fangelsisyfirvöldum.

12. gr.

Brot á reglum.

Brot gegn ofanskráðum reglum varða viðurlögum skv. 56. og 57. gr. laga nr. 49, 17. maí 2005 um fullnustu refsinga og geta auk þess m.a. haft áhrif á afgreiðslu beiðna um dagsleyfi, dvöl á Vernd, reynslulausn og rafrænt eftirlit. Einnig getur komið til brottflutnings af deild eða í annað fangelsi við brot á reglum.

13. gr.

Gildistími.

Reglur þessar eru settar af Fangelsismálastofnun ríkisins og byggjast á heimild í 80. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 og öðlast þær þegar gildi.

Fangelsismálastofnun ríkisins, 10. janúar 2012.

Páll E. Winkel.

B deild - Útgáfud.: 26. janúar 2012