Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1145/2012

Nr. 1145/2012 18. desember 2012
GJALDSKRÁ
Siglingastofnunar Íslands.

I. KAFLI

Gjöld skv. 28. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003.

1. gr.

Gjöld fyrir skoðanir Siglingastofnunar á skipum og búnaði þeirra.

Fyrir skoðanir á skipi og búnaði þess sem Siglingastofnun framkvæmir skal eigandi skips greiða vegna undirbúnings skoðunar, skoðunar og frágangs skjala að skoðun lokinni samkvæmt þjónustugjaldskrá Siglingastofnunar sem birt er á heimasíðu hennar. Jafn­framt skal eigandi skips greiða fargjöld skoðunarmanns Siglingastofnunar, dag­peninga samkvæmt kjarasamningum starfsmanna ríkisins og útselda vinnu á ferða­tíma skoðunarmanns. Ef fleiri en eitt skip eru skoðuð í hverri ferð skoðunarmanns skiptist sameiginlegur kostnaður hlutfallslega.

Fyrir skoðun á notuðum skipum sem fyrirhugað er að flytja til landsins og skrá á íslenska skipaskrá fer með sama hætti og skv. 1. mgr. Fari skoðun fram erlendis er heimilt að innheimta fyrirfram hjá eiganda skips upphæð sem svarar til fargjalda og áætlaðra dag­peninga skoðunarmanna.

Siglingastofnun skal endurkrefja skipseiganda um útlagðan kostnað vegna sérfræði­þjónustu sem stofnunin kaupir vegna skoðunar og eftirlits með skipum og búnaði þeirra.

Fyrir fljótandi ekjubrýr, flotbryggjur og önnur mannvirki á skipaskrá sem ekki eru háð árlegu eftirliti sem og skoðun flotkvía greiðist samkvæmt þjónustugjaldskrá Siglinga­stofnunar Íslands.

2. gr.

Gjöld vegna vinnu við og útgáfu skírteina.

Skírteini skv. reglugerð nr. 1017/2003:
Gjald fyrir útgáfu haffærisskírteinis skal vera kr. 5.200
Fyrir útgáfu eftirtalinna skírteina skal greiða kr. 6.900, en fyrir framlengingu eða áritun þeirra greiðist kr. 4.100, en fyrir skoðanir á skipi og búnaði þess, sem Siglingastofnun framkvæmir í tengslum við útgáfu skírteina, greiðist skv. 1. mgr. 1. gr.:

Skírteini skv. reglugerð nr. 122/2004:
Öryggisskírteini fyrir fiskiskip.
Undanþáguskírteini fyrir fiskiskip.
Önnur skírteini.

Skírteini skv. reglugerð nr. 666/2001:
Öryggisskírteini fyrir farþegaskip.
Önnur skírteini.

Skírteini skv. reglugerð nr. 743/2001:
Öryggisskírteini fyrir farþegaskip í millilandasiglingum.
Undanþáguskírteini fyrir farþegaskip í millilandasiglingum.
Önnur skírteini.

Skírteini skv. alþjóðasamningum um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS):
Öryggisskírteini farþegaskips.
Öryggisskírteini flutningaskips (smíði og búnaður, öryggisbúnaður, fjarskiptabúnaður).
Undanþáguskírteini.
ISM DOC skírteini.
ISM SMC skírteini.
Öryggisskírteini fyrir flutningaskip.
Undanþáguskírteini.
Önnur skírteini.

Önnur skírteini:
Alþjóðahleðslumerkjaskírteini.
Undanþáguskírteini vegna hleðslumerkja.
Alþjóðlegt olíumengunarvarnaskírteini.
FESI skírteini.
SOPEP samþykkt öryggisáætlun.
SOPEP samþykki á endurgerðri öryggisáætlun.
AFS skírteini.
DP skírteini.
Alþjóðlegt loftmengunarskírteini (yfirlýsing).
Alþjóðlegt skólpmengunarskírteini (yfirlýsing).

3. gr.

Gjald vegna nýsmíða og breytinga.

Vegna skipa sem eru í smíðum eða breytingum skal greiða gjald fyrir yfirferð og samþykkt smíðalýsinga og teikninga, skipamælingar, yfirferð stöðugleikagagna, yfirferð hleðslumerkjaútreikninga, hleðslu- og stöðugleikaprófun, eftirlit með smíði eða breytingu skipsins, skoðun á skipi og búnaði þess og skráningu. Gjaldið skal miðast við framlagða vinnu starfsmanna Siglingastofnunar Íslands samkvæmt útseldum taxta stofnunarinnar í þjónustugjaldskrá sem birt er á heimasíðu hennar. Jafnframt skal greiða ferðakostnað og annan útlagðan kostnað Siglingastofnunar Íslands vegna ferðalaga skoðunarmanns vegna smíðinnar eða breytinga. Auk gjalds skal greiða fyrir skírteini og önnur skipsskjöl í samræmi við önnur ákvæði gjaldskrár þessarar.

Gjaldið er innheimt að loknum hverjum verkþætti skv. framangreindri upptalningu.

Fari smíði eða breytingar fram erlendis er heimilt að innheimta fyrirfram hjá eiganda skips upphæð sem svarar til fargjalda og áætlaðra dagpeninga skoðunarmanna.

Lokagreiðsla fer fram við afhendingu skírteina skipsins og skipsskjala. Verkkaupi skipa­smíðar eða breytingar og eigandi skips að smíði eða breytingum loknum eru sameigin­lega ábyrgir fyrir greiðslu gjaldsins.

4. gr.

Eftirlit með viðgerðum.

Fyrir eftirlit með viðgerðum skal greiða gjald sem miðast við framlagða vinnu starfs­manna Siglingastofnunar Íslands skv. þjónustugjaldskrá Siglingastofnunar Íslands sem birt er á heimasíðu hennar.

Fari viðgerð fram erlendis er heimilt að innheimta fyrirfram hjá eiganda skips upphæð sem svarar til fargjalda og áætlaðra dagpeninga skoðunarmanna.

II. KAFLI

Gjöld skv. 20. gr. laga um skráningu skipa, nr. 115/1985.

5. gr.

Skráning skipa og útgáfa skipsskjala.

Fyrir skráningu skips og útgáfu skipsskjala skal greiða:

kr.   

1.

Íslenskt mælibréf og skráningarskírteini fyrir skip

allt að 15 m að mestu lengd

8.100

2.

Þjóðernisskírteini

13.400

3.

Mælibréf

8.300

4.

Staðfest afrit af mælibréfi, skírteini

1.600

5.

Einkaleyfi á skipsnafni

41.000

6.

Afskráning skips

5.400

7.

Vottorð um útstrikun skipa af aðalskrá

5.500

8.

Þjónustugjald fyrir afgreiðslu gagna

5.000

Við eigendaskipti og umskráningu skips skulu öll áfallin ógreidd gjöld skv. gjaldskrá þessari greidd að fullu.

Heimilt er að taka hálft gjald fyrir endurútgáfu íslensks mælibréfs og skráningarskírteinis fyrir skip allt að 15 m að mestu lengd ef um eina breytingu er að ræða er varðar mæling­una og útreikninga er ekki þörf.

III. KAFLI

Gjöld skv. 14. gr. laga um áhafnir íslenskra farþegaskipa
og flutningaskipa, nr. 76/2001.

6. gr.

Skírteini vegna farþegaskipa og flutningaskipa.

kr.   

1.

Útgáfa og endurnýjun alþjóðlegs atvinnuskírteinis (STCW) til starfa á farþegaskipum og flutningaskipum

11.310

2.

Útgáfa og endurnýjun áritunar vegna viðurkenningar á erlendu alþjóð­legu atvinnuskírteini (STCW) á farþegaskipum og flutninga­skipum

11.310

3.

Undanþága til starfa á farþegaskipum og flutningaskipum til allt að 6 mánaða

6.800

4.

Útgáfa öryggismönnunarskírteinis fyrir farþegaskip og flutningaskip

13.700

5.

IMDG vottorð

5.400

6.

Staðfesting á öryggisstjórnunarkerfi

11.300

IV. KAFLI

Gjöld skv. 6. gr. laga um köfun, nr. 31/1996.

7. gr.

Gjöld fyrir skráningu og skoðun köfunarbúnaðar.

Eigandi köfunarbúnaðar, sem ætlaður er til að nota við köfun í atvinnuskyni, greiðir eftirtalin gjöld fyrir skráningu og skoðun hans:

kr.   

1.

Grunngjald skráðs köfunarbúnaðar

10.000

(Skráningarskyldur köfunarbúnaður er lunga,

heilgríma, hjálmur og loftþjappa)

2.

Fyrir greiningu lofts (þrjú rör)

6.600

3.

Fyrir Dragerrör til loftgreiningar

2.350

8. gr.

Gjöld vegna próftöku til köfunarréttinda.

Vegna próftöku til köfunarréttinda greiðast eftirtalin gjöld:

kr.   

1.

Fyrir próf til A-réttinda

34.300

2.

Fyrir próf til B-réttinda

34.300

3.

Fyrir próf til C-réttinda (froskköfun)

17.200

4.

Fyrir önnur próf

11.250

5.

Fyrir endurtökupróf

11.250

Próftaki skal greiða kostnað vegna próftöku eða hluta hennar sem fram fer utan stofn­unarinnar og lækka próftökugjöld skv. 1. mgr. til samræmis við þann kostnað.

9. gr.

Gjöld vegna atvinnukafaraskírteina.

kr.   

1.

Fyrir útgáfu og endurnýjun atvinnukafaraskírteinis

8.900

V. KAFLI

Gjöld skv. 6. gr. laga um lögskráningu sjómanna, nr. 35/2010.

10. gr.

Aðgangur að lögskráningarkerfi, lögskráning og frestur.

kr.   

1.

Árlegt gjald fyrir hvern notanda sem fær aðgang að lög­skrán­ingar­kerfi sjómanna til rafrænnar lögskráningar

4.000

2.

Gjald fyrir hverja lögskráningu sjómanns sem Siglingastofnun Íslands annast skv. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 35/2010

900

3.

Fyrir veittan frest til þess að gangast undir öryggisfræðslunámskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða öðrum viðurkenndum aðila skal greiða

2.800

VI. KAFLI

Gjöld skv. 2. mgr. 17. gr. og 3. mgr. 5. gr.
laga um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003.

11. gr.

Gjöld fyrir skírteini leiðsögumanns og hafnsögumanns.

Vegna útgáfu og endurnýjunar skírteina leiðsögumanns og hafnsögumanns greiðast eftirtalin gjöld:

kr.   

1.

Leiðsögumannsskírteini

8.900

2.

Hafnsögumannsskírteini

8.900

12. gr.

Árgjald vegna sjálfvirks tilkynningarskyldukerfis skipa (STK).

Eigandi skips skal greiða árgjald kr. 9.555 fyrir þjónustu í sjálfvirku tilkynningarkerfi skipa (STK/AIS) til að mæta kostnaði af rekstri þess. Siglingastofnun Íslands getur ákveðið að gjaldið skuli innheimt af vaktstöð siglinga sem annast rekstur kerfisins.

VII. KAFLI

Gjöld skv. 1. mgr. 10. gr. laga um siglingavernd, nr. 50/2004.

13. gr.

Siglingavernd.

kr.   

1.

Staðfesting áhættumats

34.300

- endurnýjun á staðfestingu áhættumats

17.200

2.

Staðfesting verndaráætlunar

47.700

- endurnýjun á staðfestingu verndaráætlunar

23.900

3.

Námskeið fyrir verndarfulltrúa

68.200

4.

Námskeið fyrir hafnargæslumenn

20.400

5.

Skírteini hafnargæslumanns og verndarfulltrúa

8.900

6.

Siglingaverndarskírteini (ISSC)

6.900

7.

Skírteini siglingaverndarfulltrúa skips (Ship Security Officer)

11.310

Fyrir úttektir og árlegt eftirlit Siglingastofnunar vegna skipa- og hafnaverndar skal við­komandi útgerðarmaður skips og höfn greiða samkvæmt útseldum taxta starfsmanns Siglinga­stofnunar. Jafnframt skal greiða fargjöld starfsmanns Siglingastofnunar, dagpen­inga samkvæmt kjarasamningum starfsmanna ríkisins og útselda vinnu á ferðatíma.

VIII. KAFLI

Gjöld skv. 18. gr. laga um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa,
skemmtibáta og annarra skipa, nr. 30/2007.

14. gr.

Skírteini og undanþágur.

kr.   

1.

Útgáfa og endurnýjun atvinnuskírteinis

8.900

2.

Útgáfa og endurnýjun áritunar vegna viðurkenningar á erlendu atvinnuskírteini

8.900

3.

Undanþága til starfa á fiskiskipum og öðrum skipum til allt að 6 mánaða

6.800

4.

Afgreiðslugjald vegna mönnunarnefndar skipa:

Erindi um fjölgun eða fækkun í áhöfn

22.600

Mat á starfstíma við vélstjórn

6.900

5.

Skipstjórnarskírteini á skemmtibát

4.300

6.

Skipstjórnarskírteini á björgunarskip

8.900

7.

Staðfesting á öryggisstjórnunarkerfi

11.300

IX. KAFLI

Gjöld skv. lögum um Siglingastofnun Íslands,
nr. 6/1996, með síðari breytingum.

15. gr.

Önnur gjöld. Eftirtalin gjöld skulu innheimt af starfsleyfum, farþegaleyfum og viður­kenn­ingar­skírteinum. Þau skulu ekki gefin út nema greidd hafi verið gjöld skv. þessari grein:

kr.   

Skoðunarstofur skipa og búnaðar (A-faggilding)

272.300

- árlegt eftirlitsgjald

136.400

Skoðunarstofur skipa og búnaðar (B-faggilding)

27.200

- árlegt eftirlitsgjald

27.400

Önnur starfsleyfi*

13.300

Eftirlit með þjónustustöðvum gúmmíbjörgunarbáta - allt að 500 bátar

116.000

- gjald fyrir hverja 200 báta þar fram yfir

23.200

Farþegaleyfi skipa (haffærisskírteini innifalið)*

13.300

Farþegaleyfi skipa (haffærisskírteini ekki innifalið)*

11.100

Viðurkenningarskírteini skipsbúnaðar*

17.200

- endurnýjun

8.200

* Fyrir skoðanir á skipi, búnaði þess, aðstöðu, fyrirkomulagi og starfsemi og annan undirbúning sem Siglingastofnun framkvæmir í tengslum við útgáfu starfsleyfa greiðist skv. þjónustugjaldskrá Siglingastofnunar Íslands. Jafnframt skal eigandi skips greiða fargjöld skoðunarmanns Siglingastofnunar, dagpeninga samkvæmt kjarasamningum starfsmanna ríkisins og útselda vinnu á ferðatíma skoðunarmanns.

X. KAFLI

Önnur gjöld o.fl.

16. gr.

Önnur þjónusta.

Fyrir aðra þjónustu Siglingastofnunar Íslands skal greitt skv. þjónustugjaldskrá stofn­unarinnar. Ef óskað er eftir flýtimeðferð á afgreiðslu skírteina skv. gjaldskrá þessari skal innheimta tvöfalt gjald.

17. gr.

Þjónusta utan skrifstofutíma.

Gjöld samkvæmt reglugerð þessari miðast við að störf hinna fastráðnu starfsmanna Siglingastofnunar Íslands séu unnin á venjulegum skrifstofutíma.

Sé óskað eftir þjónustu utan þess tíma skal að auki greiða fyrir vinnu starfsmanns samkvæmt þjónustugjaldskrá stofnunarinnar.

18. gr.

Innheimta.

Gjöld skulu innheimt af Siglingastofnun Íslands eftir reikningum sem hún gefur út í samræmi við gjaldskrá þessa og þjónustugjaldskrá stofnunarinnar.

19. gr.

Gildistaka o.fl.

Gjaldskrá þessi, sem sett er samkvæmt 28. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003, 20. gr. laga um skráningu skipa nr. 115/1985 með síðari breytingum, 9. gr. laga um skipamælingar nr. 146/2002, 14. gr. laga um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa nr. 76/2001, með síðari breytingum, 6. gr. laga um köfun nr. 31/1996, 6. gr. laga um lögskráningu sjómanna nr. 35/2010, með síðari breytingum, 3. mgr. 5. gr. og 2. mgr. 17. gr. laga um vaktstöð siglinga nr. 41/2003, 3. gr. a laga um Siglingastofnun Íslands nr. 6/1996, með síðari breytingum, 1. mgr. 10. gr. laga um siglingavernd, nr. 50/2004 og 18. gr. laga um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa nr. 30/2007, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá Siglingastofnunar Íslands, nr. 815/2011.

Innanríkisráðuneytinu, 18. desember 2012.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

B deild - Útgáfud.: 20. desember 2012