Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 908/2013

Nr. 908/2013 15. október 2013
GJALDSKRÁ
um greiðslur fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar.

1. gr.

Prestum ber greiðsla fyrir aukaverk frá þeim sem verk er unnið fyrir samkvæmt gjald­skrá þessari.

Greiðslur fyrir aukaverk skal miða við ákveðinn fjölda eininga. Hver eining jafngildir 1/10 hluta gjalds fyrir borgaralega hjónavígslu á hverjum tíma, samkvæmt gildandi lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Þó er innanríkisráðherra heimilt að ákveða aðrar fjárhæðir á grund­velli endurskoðunar, sem og ef forsendur breytast verulega af einhverjum ástæð­um á gildistímanum eða ef einhver aukaverk verða felld út úr gjaldskránni.

2. gr.

Greiðslur fyrir eftirtalin aukaverk eru sem hér segir:

  

kr.   

1.

Skírn

4.100

 

Ef skírt er við guðsþjónustu er skírnin ókeypis.

 

2.

Ferming

11.000

3.

Hjónavígsla

7.700

4.

Greftrun með ræðu

16.500

5.

Kistulagning

4.700

6.

Greftrun án ræðu

6.000

7.

Embættisvottorð

770

3. gr.

Ef prestur er sérstaklega kvaddur til að vinna aukaverk, greiðir sá ferðakostnað prestsins er beiðist verksins, samkvæmt reglum um greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna og í samræmi við þau viðmið sem fram koma í þessari grein. Ber presti að upplýsa greið­endur fyrirfram um aksturskostnaðinn. Viðkomandi kirkjugarður greiðir þó aksturs­kostnað vegna kistulagninga, útfara og frágangs duftkerja, sbr. lið c) og d).

 

a)

Akstur vegna skírnar eða hjónavígslu innan prestakalls í þéttbýli sé að hámarki 24 km.

 

b)

Akstur vegna skírnar eða hjónavígslu innan prestakalls í dreifbýli sé að hámarki 60 km.

 

c)

Akstur vegna greftrunar í þéttbýli sé 12 km. Við bætast 12 km ef kistulagning er sérstök athöfn og ennfremur ef prestur kemur að frágangi duftkers í grafreit.

 

d)

Aksturskostnaður vegna greftrunar í dreifbýli sé að hámarki 1/3 af kostnaði vegna þóknunar prests skv. gjaldskrá, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 155/2005.

Eigi er heimilt að innheimta aksturskostnað vegna fermingarstarfa.

4. gr.

Prestur lætur ókeypis í té vottorð vegna meðlagsgreiðslna með barni og vottorð gefin sam­kvæmt beiðni sveitarstjórna, opinberra stofnana og annarra stjórnvalda.

Presti er ennfremur skylt að gefa hlutaðeigandi ókeypis vottorð um skírn og hjónavígslu, enda sé þeirra vitjað eigi síðar en viku eftir að athöfn fór fram.

5. gr.

Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt lögum um embættiskostnað sóknarpresta og auka­verk þeirra nr. 36/1931. Öðlast hún gildi þegar í stað og gildir til og með 30. sept­ember 2023. Við gildistöku gjaldskrárinnar falla úr gildi gjaldskrá nr. 668 frá 9. sept­ember 2003 og auglýsing nr. 989 frá 18. desember 2003 um breytingu á gjaldskrá fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar.

Innanríkisráðuneytinu, 15. október 2013.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

B deild - Útgáfud.: 15. október 2013