Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1037/2009

Nr. 1037/2009 17. desember 2009
REGLUGERÐ
um úthlutun tollkvóta samkvæmt sérstökum samningi Íslands og Noregs um viðskipti milli ríkjanna.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um úthlutun fjármálaráðherra á tollkvóta vegna ársins 2010 sam­kvæmt sérstökum samningi Íslands og Noregs, dags. 22. mars 2000, um viðskipti milli ríkjanna og á grundvelli 13. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og í samræmi við tillögur nefndar skv. 87. gr. laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993. Toll­kvóti samkvæmt reglugerð þessari tekur til vara í tollskrárnúmeri 2005.2003, sem upp­runnar eru í Noregi og eru innfluttar þaðan, sbr. bókun 4 við EES-samninginn.

2. gr.

Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um vörumagn, tímabil innflutnings, verð- og magntoll:

Vara

Tímabil

Vörumagn

Verðtollur

Magntollur

kg.

%

kr./kg

Tollskrárnúmer:


2005.2003

Kartöflur:
Nasl svo sem skífur, skrúfur, hringir, keilur, stangir o.þ.h., þó ekki úr kartöflumjöli.

01.02.10- 31.12.10

15.000

0

0

3. gr.

Tollkvóta er úthlutað samkvæmt auglýsingu fjármálaráðuneytisins, sem birt er á heima­síðu þess, þar sem tilgreindir eru skilmálar vegna úthlutunarinnar. Úthlutun er ekki fram­seljan­leg.

Berist umsóknir um meira magn en nemur auglýstum tollkvóta skv. 2. gr. verður úthlutun miðuð við hlutfall innflutnings hvers umsækjanda miðað við heildarinnflutning allra umsækjenda af vörum í tollskrárnúmeri 2005.2003 á tímabilinu 1. janúar 2009 til 31. desember 2009.

Umsækjanda er skylt að láta fjármálaráðuneytinu í té afrit af tollskjölum vegna vöru­sendinga í áðurnefndu tollskrárnúmeri sem hann flutti inn á árinu 2009 óski ráðu­neytið eftir framlagningu þeirra.

4. gr.

Vörur sem fluttar eru inn samkvæmt úthlutuðum tollkvóta skulu hljóta tollafgreiðslu innan þess tímabils sem tilgreint er í 2. gr. Endurúthluta má tollkvóta sem ekki er nýttur innan þess frests.

5. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt XXII. kafla tollalaga, nr. 88/2005.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. mgr. 13. gr. tollalaga, nr. 88/2005. Reglu­gerðin öðlast þegar gildi og gildir til 31. desember 2010.

Fjármálaráðuneytinu, 17. desember 2009.

F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.

Ögmundur Hrafn Magnússon.

B deild - Útgáfud.: 23. desember 2009