Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1214/2008

Nr. 1214/2008 30. desember 2008
AUGLÝSING
um innheimtuhlutfall í staðgreiðslu árið 2009.

Lögum samkvæmt ákveður og auglýsir fjármálaráðuneytið árlega innheimtuhlutfall í staðgreiðslu sem er samanlagt hlutfall tekjuskatts samkvæmt lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og meðalhlutfall útsvars eins og það er samkvæmt ákvörðunum sveitar­stjórna, sbr. lög nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga.

Tekjuskattshlutfall á árinu 2009 verður 24,1%. Meðalútsvar á árinu 2009 samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðunum sveitarstjórna verður 13,1%. Innheimtuhlutfall í staðgreiðslu á árinu 2009 verður því 37,2%.

Fjármálaráðuneytinu, 30. desember 2008.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

B deild - Útgáfud.: 31. desember 2008