Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 992/2006

Nr. 992/2006 29. nóvember 2006
AUGLÝSING
um ráðstafanir til að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1718 (2006) um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu.

Samkvæmt 3. gr. laga nr. 5/1969, um framkvæmd fyrirmæla öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, hefur ríkisstjórnin ákveðið að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1718 (2006) frá 14. október 2006 um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu og setur hér með eftirfarandi fyrirmæli:

 1. Íslenskum ríkisborgurum er óheimilt að selja eða útvega Norður-Kóreu:

  1. vopn og vopnabúnað, þ.m.t. skriðdreka, brynvarin stríðsfarartæki, stórskotaliðsbúnað með mikilli hlaupvídd, orrustuflugvélar, árásarþyrlur, herskip, flugskeyti eða flugskeytabúnað af hvaða gerð sem er. Við mat á því hvað teljist falla undir vopn samkvæmt þessum tölulið skal taka mið af skrá Sameinuðu þjóðanna um hefðbundin vopn. Sömuleiðis er óheimilt að selja eða útvega Norður-Kóreu tengd hergögn, m.a. varahluti og hluti sem öryggisráðið eða nefnd öryggisráðsins sem stofnuð er með nefndri ályktun til að fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu telur að falla eigi undir framangreint;
  2. alla hluti, efni, tækjabúnað, vöru eða tækni sem ýtt getur undir kjarnorku­áætlanir Norður-Kóreu og áætlanir þess lands sem tengjast skot­flaugum eða öðrum gereyðingarvopnum og tilgreind eru í skrám öryggis­ráðsins nr. S/2006/814, nr. S/2006/815 og nr. S/2006/853, með þeim síðari breytingum og viðbótum sem öryggisráðið eða framangreind nefnd þess kann að gera á framangreindum skrám;
  3. munaðarvörur.

 2. Óheimilt er að flytja þá hluti sem tilgreindir eru í 1. tölul. til Norður-Kóreu um íslenskt yfir­ráða­svæði eða með skipum eða flugvélum sem skráð eru á Íslandi.

 3. Íslenskum ríkisborgurum er óheimilt að láta Norður-Kóreu í té tækniþjálfun, ráðgjöf, þjónustu eða aðra aðstoð sem tengist afgreiðslu, framleiðslu, viðhaldi eða notkun þeirra hluta sem tilgreindir eru í a. og b. lið 1. tölul. hér að framan. Sömuleiðis er íslenskum ríkisborgurum óheimilt að hafa atbeina um að Norður-Kórea láti öðrum í té aðstoð af þessu tagi.

 4. Óheimilt er að veita Norður-Kóreu aðstoð af því tagi sem tilgreind er í 3. tölul. frá íslensku yfirráðasvæði.

 5. Óheimilt er bæði einstaklingum og lögaðilum að afhenda fjármuni eða annars konar verðmæti sem þeir hafa í vörslum sínum og eru í eigu eða undir yfirráðum einstaklinga eða aðila, sem öryggisráðið eða framangreind nefnd á vegum þess, hefur gefið til kynna að séu þátttakendur í eða styðji, meðal annars með ólög­legum aðferðum, kjarnorkuvopnaáætlanir Norður-Kóreu eða áætlanir þess lands sem tengjast öðrum gereyðingarvopnum eða skotflaugum. Hið sama gildir um fjármuni eða annars konar verðmæti í eigu eða undir yfirráðum einstaklinga eða aðila sem starfa á vegum framangreindra einstaklinga eða fara að fyrir­mælum þeirra.

 6. Einstaklingar, sem öryggisráðið eða framangreind nefnd þess, gefur til kynna að séu ábyrgir, meðal annars með stuðningi eða skipulagningu og fjármögnun, fyrir stefnu Norður-Kóreu viðvíkjandi kjarnorkuáætlanir landsins og áætlanir þess sem tengjast skotflaugum og öðrum gereyðingarvopnum, er ásamt fjölskyldum sínum óheimilt að koma til Íslands eða fara um íslenskt yfirráðasvæði. Framangreint gildir þó ekki um íslenska ríkisborgara.

Utanríkisráðuneytinu, 29. nóvember 2006.

Jón Sigurðsson.

Grétar Már Sigurðsson.

B deild - Útgáfud.: 30. nóvember 2006