Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 22/2011

Nr. 22/2011 14. janúar 2011
AUGLÝSING
um deiliskipulag miðbæjar Mosfellsbæjar.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur þann 22. desember 2010 samþykkt endanlega deiliskipulag miðbæjar Mosfellsbæjar á grundvelli endurskoðaðra gagna, en áður hafði deiliskpulagið verið samþykkt 7. apríl 2010.
Skipulagssvæðið afmarkast til suðurs af Vesturlandsvegi, til vesturs af Langatanga og lóðum dvalarheimilis og leikskóla, til norðurs af Skeiðholti, Urðarholti og lóðum við Njarðarholt og Miðholt, en til austurs og suðausturs af Miðholti og Háholti og vesturmörkum Háholts 13-15 (Krónulóðar).
Í miðju skipulagssvæðisins er opið svæði undir hverfisvernd. Við Háholt/Bjarkarholt gerir tillagan ráð fyrir Menningarhúsi og framhaldsskóla, auk nýrra íbúðarhúsa og verslunar- og þjónustubygginga, en eldri byggingar á þessu svæði víki. Gert er ráð fyrir nýjum íbúðarhúsum milli Þverholts og Hlaðhamra en núverandi Leikhús víki. Þá er gert ráð fyrir nýbyggingu til suðausturs frá Kjarna (Þverholti 2) og að núverandi hús norðan Þverholts vestan Kjarna víki fyrir nýjum byggingum.
Deiliskipulagið hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum mæla fyrir um og öðlast það þegar gildi. Samhliða falla eftirtaldir hlutar eldri deiliskipulagsáætlana úr gildi:
Deiliskipulag miðbæjar frá 2001 með síðari breytingum að undanskildu Hlaðhamrasvæði; þar gildir áfram skipulagsbreyting frá 2005.
Miðbær Mosfellsbæjar, deiliskipulag norðan Þverholts (samþykkt 1990); nema að því er varðar fjölbýlishús við Miðholt.
Deiliskipulag frá 1998 sunnan gamla Vesturlandsvegar, vestasti hluti (lóðir nr. 17-23).

F.h. Mosfellsbæjar, 14. janúar 2011,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 18. janúar 2011