Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 394/2011

Nr. 394/2011 1. apríl 2011
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 648/1995, um réttindi og skyldur manna, sem dveljast erlendis við nám, skv. ákvæðum laga um opinber gjöld.

1. gr.

Við 4. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Til náms telst einnig skiptinám við erlenda háskóla þótt námstími sé skemmri en 6 mánuðir, enda séu skilyrði 3. mgr. uppfyllt og nemandi skráður í nám við íslenskan háskóla. Stundi nemandi sem hefur búsetu erlendis fjarnám við íslenskan háskóla skapar það eitt og sér ekki rétt til skattalegrar heimilisfesti hér á landi.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 69. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 1. apríl 2011.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

B deild - Útgáfud.: 15. apríl 2011