Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1146/2006

Nr. 1146/2006 8. desember 2006
SKIPULAGSSKRÁ
fyrir Skólasjóð Menntaskólans á Egilsstöðum.

1. gr.

Sjóðurinn er stofnaður skv. lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa skv. staðfestri skipulagsskrá. Heimili hans og varnarþing er á Egilsstöðum.

2. gr.

Sjóðurinn heitir Skólasjóður Menntaskólans á Egilsstöðum.

Stofnfé sjóðsins er annars vegar fé á bankareikningum kr. 4.839.679 og hins vegar verðbréfasjóður að markaðsvirði kr. 6.210.000 (nafnverð kr. 1.633.986). Stofnfé er lagt fram af Menntaskólanum á Egilsstöðum en féð var afhent skólanum við niðurlagningu ýmissa sjóða er voru í vörslu Alþýðuskólans á Eiðum.

3. gr.

Gjafafé sem sjóðnum áskotnast, sameinast stofnfé hans.

4. gr.

Tilgangur sjóðsins er:

Að styrkja erlend samskipti sem skólinn tekur þátt í á hverjum tíma.
Að efla félagslíf nemenda skólans.
Að verðlauna framúrskarandi nemendur við brautskráningu.
Að styrkja efnilega nemendur til náms við skólann sem búa við erfiðar félags- og fjárhagslegar aðstæður.

5. gr.

Þess skal gætt að höfuðstóll sjóðsins rýrni ekki m.t.t. verðbólgu, en 2/3 af vaxtatekjum sjóðsins skal árlega verja til þeirra verkefna sem tilgreind eru í 4. gr.

6. gr.

Bankareikninga og verðbréf sjóðsins skal skrá á nafn hans. Fjármuni sjóðsins skal ávaxta á þann hátt sem stjórn sjóðsins telur bestan.

7. gr.

Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Löggiltir endurskoðendur sjá um endurskoðun reikninga sjóðsins áður en þeir eru sendir Ríkisendurskoðun fyrir 1. júní ár hvert.

8. gr.

Stjórn sjóðsins skipa:

Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum.
Formaður Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum.
Formaður Kennarafélags Menntaskólans á Egilsstöðum.

9. gr.

Stjórn Skólasjóðsins skal halda gjörðabók og skrá í hana ákvarðanir sínar um ávöxtun sjóðsins, úthlutanir og annað sjóðnum viðvíkjandi og sem máli skiptir.

10. gr.

Breytingar á skipulagsskrá þessari skulu lagðar fyrir dóms- og kirkjumálaráðuneytið.

Verði sjóðurinn lagður niður skal það gert í samráði við dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Eignum hans skal varið eins og 4. gr. segir til um.

11. gr.

Leita skal staðfestingar dómsmálaráðherra á skipulagsskrá þessari sbr. lög nr. 19/1988.

Skipulagsskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 8. desember 2006.

F. h. r.

Hjalti Zóphóníasson.

Guðmundur Örvar Bergþórsson.

B deild - Útgáfud.: 4. janúar 2007