Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 867/2010

Nr. 867/2010 27. október 2010
AUGLÝSING
um (1.) breytingu á auglýsingu nr. 793/2009 um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma.

1. gr.

Við 1. gr. auglýsingarinnar bætist nýr 21. töluliður, síðari töluliðir breyta um númer samkvæmt því þannig að fyrri 21. töluliður verður 22. töluliður o.s.frv. Nýr 21. töluliður orðast svo: Reyðarfjarðarlína: Úr Reyðarfirði upp með þjóðvegi og þaðan upp í Áreyjatind. Úr Áreyjatindi í Sandfell þaðan niður í Gilsá í Grímsá. Grímsá í mörk Vaðs og Geirólfsstaða og þaðan yfir í Hallormsstaðargirðingar í Gilsá í Gilsárdal í Löginn.

2. gr.

Við auglýsinguna bætist eftirfarandi viðauki:

VIÐAUKI

Samkvæmt ofangreindum varnarlínum í 1. gr. verða til eftirfarandi varnarsvæði:

 

Varnarsvæði

Varnarlínur

1

Landnámshólf

Hvalfjarðarlína (4) að norðan – Sogs- og Bláskógalína (2) að austan – Hvítárlína (1) að sunnan

2

Vesturlandshólf

Hvammsfjarðarlína (6) að norðan – Tvídægrulína (9) að austan – Hvalfjarðarlína (4) að sunnan – Snæfellslína (5) að vestan

3

Snæfellsneshólf

Snæfellslína (5)

4

Dalahólf

Gilsfjarðarlína (7) að norðan – Hvammsfjarðarlína (6) að sunnan

5

Vestfjarðahólf eystra

Kollafjarðarlína (8) að vestan – Gilsfjarðarlína (7) að sunnan

6

Vestfjarðahólf vestra

Kollafjarðarlína (8)

7

Miðfjarðarhólf

Hvammsfjarðarlína (6) að norðan – Tvídægrulína (9) að vestan – Miðfjarðarlína (10) að austan

8

Vatnsnesshólf

Miðfjarðarlína (10) að sunnan – Vatnsneslína (11) að austan

9

Húnahólf

Vatnsneslína (11), Miðfjarðarlína (10) og Tvídægrulína (9) að vestan – Kjalarlína (12) að sunnan – Blöndulína (13) að austan

10

Skagahólf

Kjalarlína (12) að sunnan – Blöndulína (13) að vestan – Héraðsvatnalína (14) að austan

11

Tröllaskagahólf

Héraðsvatnalína (14) að vestan – Eyjafjarðarlína (15) að austan

12

Grímseyjarhólf

Grímsey

13

Eyjafjarðarhólf

Eyjafjarðarlína (15) að vestan – Skjálfandalína (17) að austan – Sprengisandslína (16) að sunnan

14

Skjálfandahólf

Skjálfandalína (17) að vestan – Fjallalína (18) að austan

15

Norðausturhólf

Fjallalína (18) að vestan – Jökuldalslína (19) að austan

16

Héraðshólf

Jökuldalslína (19) að vestan – Lagarfljótslína (20) að austan

17

Austfjarðahólf

Lagarfljótslína (20) að vestan – Reyðarfjarðarlína (21) að sunnan

18

Suðurfjarðahólf

Lagarfljótslína (20) að vestan – Reyðarfjarðarlína (21) að norðan – Hamarsfjarðarlína (22) að sunnan

19

Suðausturlandshólf

Hamarsfjarðarlína (22) að norðan – Breiðamerkursandslína (23) að vestan

20

Öræfahólf

Breiðamerkursandslína (23) að austan – Skeiðarársandslína (24) að vestan

21

Eyjafjalla- og Vestur-Skaftafellssýsluhólf

Skeiðarársandslína (24) að austan – Markarfljótslína (26) að vestan – Tungnárlína (25) að norðan

22

Rangárvallahólf

Markarfljótslína (26) og Tungnárlína (25) að austan – Þjórsárlína (27) að vestan – Sprengisandslína (16) að norðan

23

Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf

Þjórsárlína (27) að austan – Hvítárlína (1) að vestan

24

Biskupstungnahólf

Hvítárlína (1) að austan – Brúarárlína (3) að vestan – Kjalarlína (12) að norðan

25

Grímsnes- og Laugardalshólf

Brúarárlína (3) að austan – Hvítárlína (1) að sunnan og Sogs- og Bláskógalína (2) að vestan

26

Vestmannaeyjahólf

Vestmannaeyjar

3. gr.

Auglýsing þessi er sett með stoð í lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Auglýsingin tekur þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 27. október 2010.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Arnór Snæbjörnsson.

B deild - Útgáfud.: 10. nóvember 2010