Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 927/2009

Nr. 927/2009 22. október 2009
REGLUR
um breyting á reglum nr. 712/2008 um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga.

1. gr.

Við 2. mgr. 4. gr. bætist nýr málsliður svohljóðandi:

Aðgangur að sjúkraskrám vegna vísindarannsókna er ávallt háður leyfi Persónuverndar, sbr. 15. gr. laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997.

2. gr.

Við 7. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Ekki er skylt að senda Persónuvernd tilkynningu um sjálfvirka og óhjákvæmilega vöktun sem fram fer á netþjónum á vinnustöðum og í skólum.

3. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 30. gr., 3. mgr. 31. gr., 2. mgr. 32. gr. og 33. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónu­upplýsinga, öðlast þegar gildi.

Persónuvernd, 22. október 2009.

Páll Hreinsson stjórnarformaður.

Sigrún Jóhannesdóttir.

B deild - Útgáfud.: 20. nóvember 2009