Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 68/2011

Nr. 68/2011 27. janúar 2011
AUGLÝSING
(III) um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta.

1. gr.

Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélögum:

Bolungarvík.

Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011 fyrir Bolungarvík með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a)

a-liður 1. gr. breytist þannig: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006 eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 3. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.

Strandabyggð.

Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011 fyrir Hólmavík með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a)

Skipta skal helmingi úthlutaðs byggðakvóta, 50 þorskígildistonnum, jafnt milli þeirra báta/skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar, en 50 þorskígildistonnum skal skipt samkvæmt ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar, enda uppfylli þeir skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar. Bátar/skip eiga rétt á úthlutun úr báðum úthlutunarpottum.

Grýtubakkahreppur.

Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Grýtubakkahrepps með eftirfarandi viðauka/breytingum:

Byggðakvóta Grenivíkur 182 þorskígildistonnum skal skipta þannig:

a)

c-liður 1. gr. reglugerðarinnar fellur niður.

b)

60 þorskígildistonnum skal skipta jafnt milli fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar eftir breytingu.

c)

122 þorskígildistonnum verði skipt hlutfallslega á þau sömu skip miðað við úthlutað aflamark á grundvelli aflahlutdeildar í bolfiski 1. september 2010 í þorskígildum talið.

Kaldrananeshreppur.

Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Drangsness með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a)

6. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan byggðarlagsins afla sem nemur, í þorskígildum talið, jöfnu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað o.s.frv.

Blönduóssbær.

Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Blönduóssbæjar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a)

Ákvæði 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: ... miðað við landaðan afla í þorskígildum talið á tímabilinu 1. september 2009 til 31. ágúst 2010 ... o. s. frv.

b)

Skipta skal 60% úthlutaðs byggðakvóta, jafnt milli umsækjenda sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar, en 40% skal skipt samkvæmt ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar eftir breytingu hennar.

2. gr.

Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 27. janúar 2011.

F. h. r.

Arndís Á. Steinþórsdóttir.

Hinrik Greipsson.

B deild - Útgáfud.: 28. janúar 2011