Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 394/2008

Nr. 394/2008 19. mars 2008
REGLUR
um breyting á reglum nr. 837/2006 um rafræna vöktun.

1. gr.

Í stað orðsins: „ökusíritar“ í 2. mgr. 1. gr. reglnanna komi orðið: ökuritar.

2. gr.

7. tölul. 2. gr. reglnanna orðist svo:

7. Ökuriti: Rafrænn búnaður í farartæki sem vinnur eða gerir unnt að vinna persónu­upplýsingar um ökumenn, þ. á m. um ferðir þeirra og/eða aksturslag.

3. gr.

8. gr. reglnanna ásamt fyrirsögn orðist svo:

Sérákvæði um vöktun með ferðum manna.

Notkun ökurita eða rafræns staðsetningarbúnaðar í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum einstaklinga er háð því skilyrði að hennar sé sérstök þörf til að ná lögmætum og málefnalegum tilgangi.

4. gr.

Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 5. mgr. 37. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 5. gr. laga nr. 81/2002. Breytingar þessar taka þegar gildi.

Persónuvernd, 19. mars 2008.

Páll Hreinsson formaður.

Sigrún Jóhannesdóttir.

B deild - Útgáfud.: 28. apríl 2008