Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 802/2006

Nr. 802/2006 12. september 2006
AUGLÝSING
um umferð í Vestmannaeyjum.

Að fenginni samþykkt bæjarstjórnar Vestmannaeyja og samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50 frá 1987 eru hér með settar eftirfarandi reglur um umferð í Vestmannaeyjum:

 1. Ráðhúströð frá Kirkjuvegi að Skólavegi verði gerð að vistgötu með hámarkshraða 15 km/klst.
 2. Hámarkshraði við eftirtaldar götur verði 30 km/klst.:
  Búhamar
  Bessahraun
  Brekastígur
  Bessastígur
  Boðaslóð
  Vallargata
  Hásteinsvegur, frá Skólavegi að Heiðarvegi

Með auglýsingu þessari eru numin úr gildi þau ákvæði eldri auglýsinga um umferð í Vestmannaeyjum sem brjóta í bága við auglýsingu þessa.

Ákvörðun þessi tekur þegar gildi.

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 12. september 2006.

Karl Gauti Hjaltason.

B deild - Útgáfud.: 25. september 2006