Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 626/2015

Nr. 626/2015 9. júlí 2015

REGLUGERЭ
um breytingu á reglugerð nr. 401/2012 um fiskeldi.

1. gr.

Núverandi bráðabirgðaákvæði verður bráðabirgðaákvæði I.

2. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt bráðabirgðaákvæði sem verður bráðabirgðaákvæði II svohljóð­andi:

Matvælastofnun er heimilt að breyta eldistegundum í fiskeldi í gildandi rekstrarleyfum fram til 31. desember 2015. Þó er óheimilt að breyta eldistegund gildandi rekstrarleyfis í rekstrar­leyfi til laxeldis. Skilyrði fyrir afgreiðslu Matvælastofnunar á slíkri umsókn er að rekstrar­leyfis­hafi sýni fram á að rekstur hans hafi verið slysalaus síðastliðin fimm ár eða frá því að rekstur hófst.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 71/2008, um fiskeldi, með síðari breyt­ingum og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 9. júlí 2015.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jóhann Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 9. júlí 2015