Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1088/2007

Nr. 1088/2007 14. nóvember 2007
REGLUGERÐ
um skipan fulltrúa æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka í Æskulýðsráð samkvæmt æskulýðslögum nr. 70/2007.

1. gr.

Menntamálaráðuneytið skal leita eftir tilnefningum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka, sbr. 1. tölul. 2. gr. æskulýðslaga, um tvo einstaklinga, konu og karl til setu í Æskulýðs­ráði. Í tilnefningunni skal koma fram vilji tilnefndra einstaklinga til að taka að sér setu í Æskulýðsráði, sbr. 6. gr. æskulýðslaga. Þá skal fylgja yfirlit um þekkingu og reynslu tilnefndra af starfi æskulýðsfélaga eða æskulýðssamtaka og staðfesting um að við­komandi uppfylli ákvæði 10. gr. æskulýðslaga.

2. gr.

Að fengnum tillögum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka skipar menntamálaráðherra fimm fulltrúa til setu í Æskulýðsráði til tveggja ára, sbr. 5. gr. æskulýðslaga. Við skipan í Æskulýðsráð skal hafa til hliðsjónar sem jafnast hlutfall kynja.

3. gr.

Menntamálaráðuneyti mun, ef fleiri en fimm tilnefningar berast um fulltrúa æskulýðs­samtaka til setu í Æskulýðsráði, velja á milli tilnefndra aðila. Við það val skal m.a. höfð til viðmiðunar reynsla og þekking viðkomandi einstaklings af starfi æskulýðsfélaga eða æskulýðssamtaka.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 5. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007 og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu, 14. nóvember 2007.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Guðmundur Árnason.

B deild - Útgáfud.: 21. nóvember 2007