Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 10/2006

Nr. 10/2006 13. mars 2006
LÖG
um breytingu á lögum um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samþykkt um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, 1972, nr. 7/1975, með síðari breytingum.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
    2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
    Ríkisstjórninni er enn fremur heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á alþjóðareglunum sem gerðar voru í Lundúnum 19. nóvember 1981, 19. nóvember 1987, 19. október 1989, 4. nóvember 1993 og 29. nóvember 2001.

2. gr.

    2. gr. laganna orðast svo:
    Alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó hafa lagagildi á Íslandi. Samgönguráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði í reglugerð skv. 1. reglu alþjóðareglnanna.

3. gr.

    4. gr. laganna orðast svo:
    Brot gegn alþjóðareglunum og viðaukum, sem reglunum fylgja, varða sektum ef ekki liggur þyngri refsing við eftir öðrum lögum.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört í Reykjavík, 13. mars 2006..

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Sturla Böðvarsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

A deild - Útgáfud.: 27. mars 2006