Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 3/2007

Nr. 3/2007 2. janúar 2007
AUGLÝSING
um deiliskipulag íþróttasvæðis við Varmá, Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur þann 13. desember 2006 í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulag íþróttasvæðis við Varmá. Helstu breytingar samkvæmt skipulaginu miðað við núverandi stöðu eru annars vegar þær, að markaðir eru byggingarreitir fyrir nýtt anddyri við íþróttamiðstöð og stækkanir vallarhúss og stúku við aðalvöll, og hins vegar er gerð grein fyrir nýjum gervigrasvelli og tilheyrandi mannvirkjum á suðausturhluta svæðisins.
Deiliskipulagið hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum mæla fyrir um og öðlast það þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 2. janúar 2007,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 4. janúar 2007