Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 70/2008

Nr. 70/2008 10. janúar 2008
AUGLÝSING
frá ríkisskattstjóra um frest vegna umsókna um lækkun á fyrirframgreiðslu þinggjalda og jöfnunargjalds á árinu 2008.
  1. Frestur vegna umsókna um lækkun fyrirframgreiðslu ársins 2008, sbr. reglugerð nr. 1233/2007, er til 4. apríl nk. vegna manna, en til 31. maí 2008 vegna lögaðila. Umsóknir ásamt gögnum skulu því í síðasta lagi hafa verið póstlagðar til skattstjóra í umdæmi umsækjanda fyrir lok umsóknarfrests.
  2. Forsendur fyrir lækkun fyrirframgreiðslunnar eru þær að skattstofn vegna tekjuársins 2007 séu a.m.k. 25% lægri en á tekjuárinu 2006 og að álögð gjöld 2008 muni að lágmarki verða 30.000 kr. lægri en við álagningu 2007.
  3. Umsækjanda ber að sýna fram á forsendur fyrir lækkun fyrirframgreiðslu með framlagningu skattframtals 2008 ásamt lögboðnum fylgiskjölum. Ársreikningar skulu fylgja skattframtölum rekstraraðila. Hafi umsækjandi skilað rafrænu framtali 2008 ásamt fylgigögnum er nægilegt að vísa til þess í umsókninni.
  4. Ákvörðun skattstjóra er kæranleg til ríkisskattstjóra innan 15 daga frá dag­setningu úrskurðar.
  5. Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 1233/2007 og taka þegar gildi.

Reykjavík, 10. janúar 2008.

Skúli Eggert Þórðarson

B deild - Útgáfud.: 30. janúar 2008