Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 228/2015

Nr. 228/2015 18. febrúar 2015
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 1042/2003 um inntöku nýnema í læknisfræði og sjúkraþjálfun í læknadeild Háskóla Íslands.

1. gr.

Á eftir 5. málslið 3. mgr. 2. gr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi hópurinn sem á rétt á inngöngu stækkað á grundvelli 5. málsliðar þessarar málsgreinar og ákveði síðan nemandi að nýta sér ekki rétt sinn, verður ekki bætt við nemanda í hans stað.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:

 1. 1. mgr. orðast svo: Undirbúningur prófsins fer fram af hálfu læknadeildar með sérstakri ráðgjöf, m.a. frá kennurum framhaldsskóla og Námsmatsstofnun. Prófið tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próflotum fyrri daginn, en seinni daginn eru tvær próflotur: Aðgangspróf fyrir háskólastig (A-próf), 3,5 klst., auk einnar tveggja tíma próflotu líkri þeim sem skipulagðar eru fyrri daginn. A-prófið gildir 30% af inntökuprófinu.
 2. 2. mgr. orðast svo: Í stað hefðbundinna viðtala, sem víða tíðkast við inntöku ný­nema í læknadeildir, verður prófið að hluta til mat á almennri þekkingu, auk spurn­inga um siðfræðileg álitaefni. Ein tveggja tíma próflota verður nýtt fyrir þennan hluta er gildir 15% af heild. Þessi prófhluti verður á formi krossaprófs en stuttar ritgerðir geta einnig verið í spurningum um siðfræðileg álitamál. Þessi prófþáttur byggir ekki á ákveðnu námsefni.
 3. Í stað prósentutölunnar „70%“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 55%.
 4. 4. mgr. orðast svo: Við gerð inntökuprófsins er ný aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 höfð til hliðsjónar en fyrri viðmið voru tengd eldri aðalnámskrá framhaldsskóla (sjá að neðan).
 5. Í stað orðanna „tekið gildi“ í 1. málsl. 6. mgr. kemur: komist í framkvæmd.
 6. Í stað orðanna „síðar orðið“ í 3. málsl. 6. mgr. kemur: verið.
 7. 8. mgr. orðast svo: Hluti inntökuprófs læknadeildar verður Aðgangspróf fyrir háskóla­stig (A-próf). Sá prófhluti er skipulagður af Námsmatsstofnun (www.namsmat.is) í samráði við háskólann og er reiknaður inn í lokaeinkunn inntökuprófsins samkvæmt reglum sem læknadeild setur. Niðurstaða úr þeim prófhluta getur, eftir atvikum, nýst sem aðgangspróf fyrir aðrar deildir háskólans samkvæmt þeim reglum sem gilda um það próf í einstökum háskóladeildum.
 8. Á eftir 8. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi: A-próf miðar að því að meta með beinum hætti áunna hæfni nemandans til að hagnýta þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér, í samræmi við markmið aðalnámskrár fram­halds­skólanna (aðalnámskrá framhaldsskóla 2011, viðauki 3).
 9. Í 1. málsl. núverandi 10. mgr. falla brott orðin „(30% hluti)“.
 10. Aftan við 1. málsl. núverandi 12. mgr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Hvað varðar A-prófið og gerð þess vísast til upplýsinga á vefsíðum Háskóla Íslands og Námsmatsstofnunar.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á ákvæðum til skýringar:

 1. 4. málsl. orðast svo: Verði um ritgerðaspurningar að ræða sem varða siðfræðileg álita­mál, verða þær settar fram sem sjúkratilfelli eða annars konar vandamál til úrlausnar.
 2. Á eftir 5. málsl. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Komi fram galli í próf­spurn­ingum verður tekið tillit til þess við úrvinnslu en ekki á prófstað.

4. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum heilbrigðisvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 3. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. 9. mgr. 102. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi og verður þeim beitt við inntöku nýnema í læknisfræði og sjúkraþjálfun frá og með háskólaárinu 2015-2016.

Háskóla Íslands, 18. febrúar 2015.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 5. mars 2015