Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 962/2013

Nr. 962/2013 14. október 2013
REGLUGERÐ
um sameiginlegar kröfur til notenda loftrýmisins og verklagsreglur vegna notkunar árekstrarvara loftfara.

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að innleiða nýja útgáfu hugbúnaðar fyrir árekstrarvara­kerfi (ACAS II) til að forðast árekstur í lofti fyrir öll loftför sem fljúga á því svæði sem reglugerð þessi nær til og innleiða kröfur um þjálfun áhafna og verklagsreglur í tengslum við notkun á árekstrarvarakerfum.

2. gr.

Gildissvið.

Gildissvið reglugerðarinnar er nánar skilgreint í 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 1332/2011 um sameiginlegar kröfur um notkun loftrýmis og verklagsreglur fyrir árekstrarvara í flugi.

3. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópu­sambands­ins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samn­ingsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1332/2011 frá 16. desember 2011 um sameiginlegar kröfur til notenda loftrýmisins og verklagsreglur vegna notkunar árekstrarvara loftfara, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breyt­ingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 91/2013 frá 3. maí 2013. Reglu­gerðin er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. mgr. 28. gr., 28. gr. e., 28. gr. f. og 85. gr., sbr. og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 14. október 2013.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 30. október 2013