Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 852/2014

Nr. 852/2014 26. september 2014
AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæðis á Varmárbökkum, Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur þann 27. ágúst 2014 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt tillögu að breytingu á ofangreindu deiliskipulagi. Breytingin felst í því að markaður er 12 x 13 m byggingarreitur fyrir stækkun félags­heimilis og því er einnig afmörkuð sérstök lóð. Tillagan var auglýst 2. júní 2013 með athugasemdafresti til 14. júlí og bárust ekki athugasemdir.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem lög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 26. september 2014,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 29. september 2014