1. gr. Á eftir 1. mgr. auglýsingarinnar kemur ný málsgrein sem orðist svo: Umhverfisráðherra hefur ennfremur að tillögu borgarstjórnar Reykjavíkur, bæjarstjórna Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Reykjanesbæjar og Grindavíkur ákveðið að Sveitarfélagið Vogar verði einnig aðili að stofnun og rekstri fólkvangs á Reykjanesi með þeim skuldbindingum sem í því felast, þ. á m. hafi fulltrúa í samvinnunefnd sveitarfélaganna um stjórn fólkvangsins. 2. gr. Auglýsingin öðlast þegar gildi. Umhverfisráðuneytinu, 6. desember 2011. Svandís Svavarsdóttir. Magnús Jóhannesson. |