Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1350/2007

Nr. 1350/2007 31. desember 2007
HEIÐURSMERKI FÁLKAORÐUNNAR

Eftirtaldir menn voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 2007:

I. Íslenskir ríkisborgarar.

1. janúar 2007:

Baltasar Kormákur Baltasarsson leikstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til leik­listar og kvikmyndagerðar.

Bragi Þórðarson bókaútgefandi, Akranesi, riddarakross fyrir störf að bókaútgáfu og æsku­lýðs­málum.

Einar Sigurðsson, fv. landsbókavörður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á vettvangi upplýsinga- og safnamála.

Einar Stefánsson prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar og lækna­vísinda.

Guðfinna Dóra Ólafsdóttir kórstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir störf í þágu tónlistar og kóramenningar.

Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi, Selfossi, riddarakross fyrir frumherjastörf í félags­ráðgjöf og framlag til réttindabaráttu.

Helga Steffensen brúðuleikstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til leiklistar og barna­menningar.

Hermann Sigtryggsson, fv. æskulýðs- og íþróttafulltrúi, Akureyri, riddarakross fyrir störf að æskulýðs- og íþróttamálum.

Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir störf í þágu mennt­unar og vísinda.

Margrét Indriðadóttir, fv. fréttastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjendastörf í fjöl­miðlun.

Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og athafnamaður, Bandaríkjunum, riddarakross fyrir ritstörf og framlag til kynningar á íslenskum málefnum.

Sigurður Einarsson stjórnarformaður, Bretlandi, riddarakross fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi.

Sigurveig Hjaltested söngkona, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu sönglistar og menningar.

Trausti Magnússon, fv. skipstjóri, Seyðisfirði, riddarakross fyrir sjósókn og störf í sjávar­útvegi.

14. maí 2007:

Helgi Tómasson, stjórnandi San Francisco ballettsins, Bandaríkjunum, stórkross fyrir afrek í listsköpun á heimsvísu.

28. maí 2007:

Gunnlaugur Claessen, forseti Hæstaréttar, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opin­bera þágu.

17. júní 2007:

Ásgeir J. Guðmundsson iðnrekandi, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslensks húsgagnaiðnaðar.

Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir hótelstjóri, Ísafirði, riddarakross fyrir störf að ferðaþjónustu landsbyggðar.

Björn R. Einarsson hljómlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskrar tónlistar.

Guðjón Sigurðsson, formaður MND samtakanna, Hafnarfirði, riddarakross fyrir forystu í málefnum sjúklinga.

Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu orðfræða og íslenskrar tungu.

Kristján Sæmundsson jarðfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskra jarðvísinda.

Margrét Friðriksdóttir skólameistari, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar og fræðslu.

Pétur Sveinbjarnarson, stjórnarformaður Sólheima, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að samhjálp og velferðarmálum.

Steinunn Sigurðardóttir hönnuður, Reykjavík, riddarakross fyrir frumherjastörf í þágu fatahönnunar.

Sverrir Hermannsson safnamaður, Akureyri, riddarakross fyrir stofnun Smámunasafnsins og framlag til verndunar gamalla húsa.

30. nóvember 2007:

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, Stykkishólmi, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu.

II. Erlendir ríkisborgarar.

5. maí 2007:

Sture Allén, fv. prófessor og ritari sænsku Akademíunnar, Svíþjóð, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar menningar og bókmennta.

19. júní 2007:

Johann Wenzl sendiherra, Þýskalandi, stórriddarakross með stjörnu.

11. júlí 2007:

Guttorm Vik sendiherra, Noregi, stórriddarakross með stjörnu.

13. ágúst 2007:

Dr. Anders Grubb prófessor, Svíþjóð, riddarakross fyrir rannsóknir á arfgengri heila­blæðingu.

11. september 2007:

Dr. Andrew Wawn prófessor, Bretlandi, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskrar tungu og íslenskra fræða.

Dr. Rory McTurk prófessor, Bretlandi, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskrar tungu og íslenskra fræða.

15. september 2007:

Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, stórriddarakross með stjörnu fyrir framlag til að styrkja samvinnu Íslendinga og Færeyinga.

17. september 2007:

Dr. Jack Ives vísindamaður, Bretlandi, riddarakross fyrir rannsóknir á íslenskri náttúru.

15. desember 2007:

Noel Carr markaðsstjóri, Írlandi, riddarakross fyrir verndun villtra laxa í Norður-Atlantshafi.

Marc-Adrien Marcellier verðbréfamiðlari, Frakklandi, riddarakross fyrir verndun villtra laxa í Norður-Atlantshafi.

B deild - Útgáfud.: 22. janúar 2008