Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 323/2015

Nr. 323/2015 25. mars 2015
AUGLÝSING
um breytingar á viðmiðunarfjárhæðum fyrir útboðsskyld kaup á vörum, þjónustu og verkum.

1. gr.

Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 20. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, skulu viðmiðunarfjárhæðir fyrir útboðsskyld kaup á vörum, þjónustu og verkum sem fram koma í 1. mgr. 20. gr. laga um opinber innkaup, breytast í samræmi við breytingar á vísitölu neyslu­verðs og verða sem hér segir:

 

Kaup á vörum

12.000.000 kr.

 

Kaup á þjónustu

15.500.000 kr.

 

Kaup á verkum

29.000.000 kr.

2. gr.

Breyting þessi á viðmiðunarfjárhæðum tekur þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 25. mars 2015.

F. h. r.

Sigurður H. Helgason.

Hrafn Hlynsson.

B deild - Útgáfud.: 9. apríl 2015